Jóla­legt í Kö­ben

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - BAKÞANKAR Guð­rún­ar Vil­mund­ar­dótt­ur

Ég er að koma frá Kö­ben. Er ekki enn nógu for­fröm­uð til að skella mér í julefrokos­t eða inn­kaup, það verð­ur næst. Heim­sótti átján ára dótt­ur mína sem flutti ut­an í haust. Færði henni vetr­ar­föt­in sem hún kom ekki fyr­ir í far­angr­in­um.

Af henni er gott að frétta og ut­and­völ­in hef­ur til dæm­is kennt henni að það er gott að vaska upp eft­ir sig. Morgun­korn og hafra­graut­ur verða hvim­leið í skál­um sem standa lengi óhreyfð­ar í vask­in­um. Á þetta hef ég minnst endr­um og sinn­um í ára­tug, en eitt­hvað í út­land­inu opn­aði fyr­ir þessa skiln­ings­rás.

Þá hef­ur runn­ið upp fyr­ir henni að tóm­ar mjólk­ur­fern­ur sem eru sett­ar fyr­ir aft­an kran­ann hjá eld­hús­vask­in­um safn­ast bara sam­an þar. Það varð ákveð­in vitrun þeg­ar þær voru orðn­ar átta.

Það lít­ur út fyr­ir að hún hafi fund­ið týnda hlekk­inn í heim­il­is­störf­um í Dan­mörku, mína ósýni­legu móð­ur­hönd.

Nú er svo sann­ar­lega jóla­legt í Kö­ben. Við borð­uð­um á veit­inga­stað með út­sýni yf­ir jóla­tív­olí og það var reglu­lega há­tíð­legt.

Einu sinni átti ég tvo sam­starfs­menn sem fóru til Dana­veld­is í virðu­leg­an julefrokos­t sem var hald­inn í ná­grenni höf­uð­borg­ar­inn­ar. Þeir tóku lest­ina inn til Kaup­manna­hafn­ar dag­inn eft­ir, en þá voru þeir svo þreytt­ir, ein­hverra hluta vegna, að þeir komust aldrei út af lest­ar­stöð­inni held­ur sett­ust þar á írsk­an bar og horfðu á fót­bolta­leik. Fóru svo beint út á flug­völl með lest.

Þeg­ar þeir komu aft­ur til vinnu í Reykja­vík og voru spurð­ir: „Er ekki orð­ið jóla­legt í Kö­ben?“svör­uðu þeir ein­fald­lega, frem­ur þurr­lega: „Þeg­iði.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.