Sam­vinn­an styrk­ir full­veld­ið

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son

Saga ís­lenskr­ar ut­an­rík­is­þjón­ustu er samof­in sögu full­veld­is­ins. Þótt dönsk stjórn­völd hafi ann­ast fram­kvæmd vissra ut­an­rík­is­mála til 1940 fylgdi full­veld­inu for­ræði yf­ir mála­flokkn­um. Ís­lend­ing­ar opn­uðu sitt fyrsta sendi­ráð í Kaup­manna­höfn ár­ið 1920. Á mill­i­stríðs­ár­un­um störf­uðu ís­lensk­ir við­skipta­er­ind­rek­ar er­lend­is og við­skipta­samn­ing­ar við önn­ur ríki litu dags­ins ljós. Ís­land varð nú sjálft að leita mark­aða fyr­ir fram­leiðslu­vör­ur sín­ar og afla nauð­synja.

Við stofn­un lýð­veld­is­ins voru ís­lensk stjórn­völd ákveð­in í að taka þátt í þeirri al­mennu ríkja­sam­vinnu sem varð að veru­leika í kjöl­far seinna stríðs. Ís­land varð ekki að­ili að Sam­ein­uðu þjóð­un­um fyrr en ári eft­ir stofn­un þeirra því það neit­aði að segja Þýskalandi stríð á hend­ur. Með stofn­að­ild sinni að Evr­ópu­ráð­inu og Atlants­hafs­banda­lag­inu kaus Ís­land að til­heyra hópi lýð­ræð­is­ríkja Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku. Ís­land legg­ur sitt af mörk­um í þess­ari sam­vinnu, dæmi um það er að­ild­in að mann­rétt­inda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem er ein mesta ábyrgð­ar­staða sem Ís­land hef­ur gegnt á al­þjóða­vett­vangi.

Þátt­taka okk­ar í al­þjóð­legu sam­starfi hef­ur ávallt ver­ið á grund­velli full­veld­is og frjáls viðskipti hafa varð­að veg­inn frá upp­hafi. Það var full­valda rík­ið Ís­land sem ár­ið 1970 gekk í EFTA og við það opn­uð­ust ný tæki­færi fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki á er­lend­um mörk­uð­um og vernd­artoll­ar féllu nið­ur. EES-samn­ing­ur­inn frá 1993 mynd­aði svo brú frá Íslandi yf­ir á innri mark­að ESB. Evr­ópu­sam­starf­ið og að­ild okk­ar að EES hef­ur reynst okk­ur af­ar far­sæl og tryggt hags­muni ís­lenskra fyr­ir­tækja og borg­ara.

Al­þjóð­leg sam­vinna og virk hags­muna­gæsla stuðla að því að lífs­kjör og tæki­færi hér­lend­is verði áfram með því sem besta sem ger­ist í heim­in­um. Við þetta má svo bæta virð­ingu fyr­ir þjóð­ar­rétti, sem skipt­ir minni ríki miklu máli við að gæta hags­muna sinna gagn­vart hinum stóru. Síð­ast en ekki síst fel­ur þessi al­þjóð­lega sam­vinna í sér við­ur­kenn­ingu er­lendra ríkja á að Ís­land sé frjálst og full­valda ríki. Þannig má segja að al­þjóða­sam­starf­ið og full­veld­ið styðji hvort við ann­að.

Evr­ópu­sam­starf­ið og að­ild okk­ar að EES hef­ur reynst okk­ur af­ar far­sæl og tryggt hags­muni ís­lenskra fyr­ir­tækja og borg­ara.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.