Börn til bjarg­ar land­inu

Í æv­in­týra­land­inu Narn­íu, sem Leik­fé­lag Mos­fells­bæj­ar hef­ur sett á svið, tak­ast á góð öfl og slæm. Verk­ið verð­ur sýnt á sunnu­dög­um í vet­ur. Ag­nes Wild er leik­stjóri.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

Narn­ía er mik­il saga. Ég er að verða þrí­tug og man eft­ir að hafa far­ið á mynd­ina í bíó þeg­ar ég var barn. Bresk klass­ík sem ger­ist í seinni heims­styrj­öld­inni. Ég las hins veg­ar aldrei bók­ina. Hún heit­ir Ljón­ið, norn­in og skáp­ur­inn,“seg­ir Ag­nes Wild, leik­kona og leik­stjóri barna­leik­rits­ins Narn­íu sem Leik­fé­lag Mos­fells­bæj­ar frum­sýndi um síð­ustu helgi. Hún lýk­ur miklu lofs­orði á bún­inga og sviðs­mynd hjá hönn­uð­in­um Evu Björk Harð­ar­dótt­ur. „Eva er mik­ill meist­ari og þarna er hún í ess­inu sínu,“seg­ir Ag­nes og lýs­ir síð­an efni leik­rits­ins:

„Í verk­inu er fjall­að um fjög­ur systkini sem búa í London með mömmu sinni en eru send upp í sveit til að flýja stríð­ið. Enda þar á stóru sveita­setri hjá pró­fess­or, þar sem ekk­ert skemmti­legt má gera, ekki leika sér, ekki hlæja, ekki neitt. Börn­in finna fata­skáp og þar birt­ist þeim nýr heim­ur, land­ið Narn­ía. Í Narn­íu eru tvær að­al­per­són­ur sem tak­ast á. Það er hvíta norn­in sem er vond og er með völd­in. Kring­um hana er sí­felld­ur vet­ur og kuldi. En þar er líka ljón sem heit­ir Atl­an og það er gott. Spá­dóm­ur er til sem seg­ir að einn dag­inn komi fjög­ur lít­il börn inn í Narn­íu og þá séu dag­ar hvítu norn­ar­inn­ar tald­ir en hún reyn­ir að ná börn­un­um og koma í veg fyr­ir að þau bjargi land­inu.“

Í hópn­um sem kem­ur að sýn­ing­unni eru um 30 manns, að sögn Ag­nes­ar. „Það eru um 25 á svið­inu að leika,“seg­ir hún. „Þarna eru æv­in­týrak­arakt­er­ar og alls kon­ar fíg­úr­ur. Börn og ung­ling­ar á aldr­in­um níu til fimmtán ára eru í mörg­um hlut­verk­um,“seg­ir Ag­nes og upp­lýs­ir að 490 krakkar hafi kom­ið í pruf­ur í lok ág­úst, mörg þeirra úr Mosó.

Enn er leik­ið í áhalda­hús­inu gamla. „Það stóð eitt á túni, nú er bú­ið að byggja blokk þar fyr­ir fram­an. Þetta er flott hús og þar er hægt að gera margt,“lýs­ir Ag­nes sem hef­ur kennt á leik­list­ar­nám­skeið­um í Mos­fells­bæ í ell­efu ár. „Hér er góð­ur hóp­ur í leik­list. Í þess­ari sýn­ingu er til dæm­is ungt fólk sem var með okk­ur í æsku og kem­ur nú aft­ur.“

Ag­nes er að nokkru leyti al­in upp í leik­hús­inu í Mos­fells­bæ, að eig­in sögn. „Mamma tók þátt í sýn­ing­um hér þeg­ar ég var lít­il og ég reynd­ar líka. Ég fór svo til London í leik­list­ar­skóla en mér finnst alltaf gam­an að fara upp í Mosó og vinna með mínu fólki.“

FRÉTTABLAЭIÐ/EYÞÓR

Fjöldi barna og ung­menna leik­ur í Narn­íu í Mos­fells­bæ en að­al­hlut­verk­in eru í hönd­um fjög­urra barna.

Ag­nesi Wild leið­ist ekki að vinna með Leik­fé­lag­inu í Mosó.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.