Su­baru smíð­ar sinn öfl­ug­asta WRX

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Lík­lega er fræg­asti ein­staki bíll Su­baru hinn rall­hæfi Impreza WRX STI. Hef­ur hann not­ið gríð­ar­legra vin­sælda allt frá til­komu hans ár­ið 1994. Bíll­inn hef­ur orð­ið sí­fellt öfl­ugri með ár­un­um og nú má fá grunn­gerð WRX með 268 hestafla vél og WRX STI með 296 hest­öfl til taks. Það dug­ar þó ekki til að fagna 30 ára af­mæli STI mótor­sport deild­ar Su­baru því þar á bæ verða smíð­að­ir 349 hestafla Impreza WRX STI bíl­ar og verða þeir því öfl­ug­ustu slík­ir bíl­ar sem smíð­að­ir hafa ver­ið hjá Su­baru og fá að auki nafn­ið Diamond Editi­on. Bíl­arn­ir fá 20 milli­metra við­bót­ar spor­vídd, öfl­ugra fjöðr­un­ar­kerfi og meiri íburð í inn­rétt­ing­unni.

Það versta er að að­eins verða smíð­uð 30 ein­tök af þess­um öfl­ugu bíl­um og verða þeir all­ir seld­ir í SAfríku þar sem bíll­inn var þró­að­ur af S-Afríku­deild Su­baru. Með öll þessi hest­öfl í fartesk­inu og fjór­hjóla­drif Su­baru er bíll­inn und­ir 5 sek­únd­ur í hundrað­ið. Áfram er há­marks­hraði bíls­ins tak­mark­að­ur við 255 km/klst. Verð­ið á þess­um öfl­ug­ustu WRX bíl­um sög­unn­ar verð­ur 56.000 doll­ar­ar, eða um 7 millj­ón­ir króna. Til fróð­leiks má nefna að STI stend­ur fyr­ir Su­baru Technica In­ternati­onal.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.