Þús­und raf­bíl­ar frá BL

Fréttablaðið - - BÍLAR -

BL við Sæv­ar­höfða hef­ur af­hent eitt þús­und­asta raf­bíl­inn frá því að fyr­ir­tæk­ið seldi fyrsta bíl­inn þann 12. júlí ár­ið 2013. Það var Niss­an Leaf sem nú hef­ur ver­ið ek­ið tæpa 70 þús­und kíló­metra, enda slær hann aldrei „feil­púst“því Niss­an Leaf er að sjálf­sögðu púströrs- og út­blást­urs­laus 100% raf­bíll. Það var Guð­jón Haug­berg Björns­son sem fékk af­henta lykl­ana af Leaf nr. 1.000 í sýn­ing­ar­saln­um við Sæv­ar­höfða og við þau tíma­mót var einnig mætt­ur fyrsti LEAF-inn sem BL seldi sumar­ið 2013.

Á fyrstu tíu mán­uð­um árs­ins hef­ur sala hreinna raf­bíla vax­ið í land­inu um 47,3% mið­að við sama tíma­bil síð­asta árs á með­an bíla­sala hef­ur al­mennt dreg­ist sam­an um tæp 13%. Hlut­deild BL í raf­bíla­söl­unni er 68% en auk Leaf sel­ur BL einnig raf­bíl­ana Niss­an e-NV200, Renault Zoe og Kangoo, BMW i3, Hyundai Ion­iq, Hyundai Kona og fleiri teg­und­ir. Nýj­asti með­lim­ur hreinna raf­bíla hjá BL er Jagu­ar IPace sem kynnt­ur var fyrr í þess­um mán­uði. Auk hreinna raf­bíla sel­ur BL ten­gilt­vinn­bíla frá nokkr­um fram­leið­end­um sem BL hef­ur um­boð fyr­ir hér á landi.

Guð­jón Haug­berg Björns­son fékk þús­und­asta raf­bíl­inn sem BL sel­ur hér.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.