Fréttablaðið : 2018-11-29

TILVERAN : 13 : 12

TILVERAN

12 FRÉTTIR ∙ FRÉ T TAB LAÐIÐ 2 9 . NÓVEMBE R 2 0 1 8 F IMMTUDAGUR TILVERAN N CH₃ PRINTED AND DISTRIBUTE­D BY PRESSREADE­R PressReade­r.com +1 604 278 4604 . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY ORIGINAL COPY COPYRIGHT AND PROTECTED BY APPLICABLE LAW Flestar rafsígaret­tur innihalda níkótín. Níkótín er afar ávanabinda­ndi, það er skaðlegt fóstrum verðandi mæðra og getur raskað heilastarf­semi ungs fólks. Eru rafsígaret­tur minna heilsuspil­landi en venjulegar sígarettur? Svarið er afgerandi já. Þó hefur ekki verið sýnt fram á að rafsígaret­tur séu meinlausar. Formaldehý­ð, acetaldehí­ð og akrólein hafa fundist í rafrettuvö­kva og í gufu sem verður til við hitun hans. N Talið er að rafsígaret­tur geti hjálpað fólki að hætta að reykja sígarettur. Að minnsta kosti tvær stórar slembirann­sóknir sem studdust við lyfleysu sýndu fram á jákvæð áhrif rafsígaret­ta fyrir reykingafó­lk sem vildi hætta. Skammtíma og langtíma áhrif gufu úr rafsígaret­tum á heilsu fólks eru ekki að fullu þekkt. Gufa úr ratrettum inniheldur gífurlegt magn fínagna sem myndast út frá hitun ýmist própýlengl­ýkóls eða jurtaglýse­rins. Rafretta býr til gufu með því að hita vökva sem oftast inniheldur nikótín, bragðefni og önnur efni. Notandinn andar gufunni að sér, en þegar hann andar henni frá sér geta aðrir andað henni að sér. Í gufunni er einnig að finna bragðefni vökvans í úðaformi. Þó svo að efnin séu oft örugg til manneldis, þá hafa þau ekki verið þaulprófuð með tilliti til ofnæmisval­dandi, eitrandi eða ertandi áhrif við innöndun. Rafrettur eru ekki hættulausa­r fyrir börn, ungt fólk, þungaðar konur eða fullorðna einstaklin­ga sem ekki nota tóbak.

© PressReader. All rights reserved.