Nú er það súrt, mað­ur

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ari Trausti Guð­munds­son 2. vara­formað­ur um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Al­þing­is

Sjór er ekki að­eins salt­ur og með mik­ið af öðr­um upp­leyst­um efn­um. Hann er líka ólík­ur ferskvatni að því leyti að sýru­stig hans er með sér­stök­um hætti. Sjór er ekki veik sýra en stefn­ir í að verða það ef styrk­ur kol­sýru í lofti held­ur áfram að hækka hratt.

All­góð gögn, allt frá 1983, eru til um breyt­ing­ar á sýru­stigi í sjó við Ís­land. Mæl­ing­ar á veg­um Ha­f­rann­sókna­stofn­un­ar og Há­skóla Ís­lands (iðu­lega í sam­starfi við er­lenda að­ila) sýna ótví­rætt hvert stefn­ir. Þær bera líka vott um fram­sýni vegna þess að súrn­un sjáv­ar er okk­ur ekki hag­felld. Súrn­un­in er raun­ar þekkt hvarvetna í heims­höf­un­um en ólík nokk­uð eft­ir haf­svæð­um. Held­ur ör­ari í köld­um sjó en heit­um, þar með tal­ið hér við land. Áhrif henn­ar á líf­ver­ur sem treysta sína vist og við­gang með stoð­grind eða hjúp úr efna­sam­bönd­um með kalki eru líka kunn. Súrt sjáv­ar­um­hverfi veld­ur því að efn­in leys­ast upp. Nóg er að leggja krít­ar­mola í ed­ik til að sjá í hnot­skurn hvað ger­ist, að vísu mjög hratt, enda borð­e­dik miklu súr­ara en sjór­inn get­ur orð­ið um lang­an ald­ur, ef nokk­urn tíma.

Áhrif súrn­un­ar sjáv­ar nú á tím­um hraðr­ar hlýn­un­ar lofts­lags er áhyggju­efni. Eink­um vegna þess að stór hluti mat­væla í heim­in­um kem­ur úr sjó. Þýð­ing sjáv­ar­út­vegs á Íslandi er öll­um kunn. Til eru rit­gerð­ir og skýrsl­ur með fræði­leg­um vís­bend­ing­um, rök­um og sviðs­mynd­um um hvað get­ur gerst ef held­ur áfram sem horf­ir, án mót­vægisað­gerða.

Enn vant­ar vand­aða rit­gerð eða skýrslu um marg­vís­leg áhrif fram­vind­unn­ar á ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg. Slíkt inn­legg er mik­il­vægt og skýr­ir um­ræð­una. Um verk­efn­ið og fleira sem súrn­un­ina varð­ar verð­ur brátt rætt á Alþingi, í fyr­ir­spurna­tíma. Einnig verð­ur að fara yf­ir hvernig auka má enn við sam­starf vís­inda­stofn­ana og stjórn­valda um all­an heim í bar­áttu fyr­ir hratt minnk­andi los­un kol­efn­isgass en þar er að finna lyk­il­inn að eðli­legu sýru­stigi sjáv­ar og líf­væn­legu um­hverfi í höf­un­um. Lönd­in á norð­ur­heim­skauts­svæð­inu eru í lyk­il­stöðu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.