Upp­tekn­ir menn á barn­um

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þórlind­ur Kjart­ans­son

Þeg­ar mað­ur hring­ir í þjón­ustu­ver stórra fyr­ir­tækja er það gjarn­an frek­ar af leið­in­leg­um en gleði­leg­um ástæð­um. Yfir­leitt hef­ur eitt­hvað ekki virk­að sem skyldi eða of hár reikn­ing­ur ver­ið send­ur. Inn­hringj­and­inn er pirr­að­ur. Í ofanálag er ekki óal­gengt að bil­an­ir valdi mjög mörgu fólki óþæg­ind­um á sama tíma þannig að bless­að starfs­fólk þjón­ustu­ver­anna þarf ekki bara að eiga við fólk sem er ósátt við þjón­ust­una held­ur er það líka brjál­að yf­ir að þurfa að bíða lengi á lín­unni. Við slík­ar að­stæð­ur hef­ur það ef­laust oft bjarg­að mér frá því að gera mig að fífli með heimtu­frekju og dóna­skap, að al­úð­leg rödd minn­ir mig á að sam­tal­ið sé hljóð­rit­að.

Þeg­ar mað­ur veit að sam­tal er hljóð­rit­að þá hegð­ar mað­ur sér eft­ir því. Það sama á vita­skuld við þeg­ar fólk kem­ur op­in­ber­lega fram. Flest­ir hafa vit á því að tempra hegð­un sína og slípa þannig að hún valdi ekki öðr­um ónauð­syn­leg­um óþæg­ind­um eða leið­ind­um. Jafn­vel þótt við telj­um það flest vera ákveð­ið hrós­yrði að fólk komi til dyr­anna eins og það er klætt; þá er ekki endi­lega víst að mað­ur meini það í bók­staf­legri merk­ingu. Við ætl­umst að minnsta kosti frek­ar til þess að fólk slái um sig sloppi áð­ur en það kem­ur til dyra ef það var af ein­hverj­um ástæð­um berrass­að þeg­ar dyra­bjall­an hringdi.

Tvær út­gáf­ur

Við ger­um öll ráð fyr­ir því að ein­hver mun­ur sé á þeirri mynd sem fólk gef­ur af sér út á við, og því hvernig það er þeg­ar eng­inn sér til. Við er­um í raun að minnsta kosti tvær per­són­ur; einka­per­sóna og op­in­ber per­sóna. Í þessu felst vita­skuld ým­iss kon­ar ósam­ræmi. Einka­per­són­an seg­ir og hugs­ar alls kon­ar hluti sem op­in­bera per­són­an myndi rit­skoða. Einka­per­són­an get­ur reiðst og hugs­að illa til jafn­vel sinna allra nán­ustu án þess að þær til­finn­ing­ar eigi eitt­hvert er­indi til að vera born­ar á torg, þær bara jafna sig og eðli­legt ástand kemst á sál­ar­líf­ið. Ég geri til dæm­is fast­lega ráð fyr­ir að jafn­vel mín­ir allra bestu vin­ir hafi átt það til í gegn­um tíð­ina að bölva mér í sand og ösku út af ein­hverju sem ég hef gert eða sagt; ég hef svo sann­ar­lega tal­ið mig hafa haft ástæðu til þess að bölva þeim í sand og ösku öðru hverju. En það breyt­ir auð­vit­að engu um vinátt­una og kær­leik­ann þótt stund­um slett­ist upp á vin­skap og vín­skáp.

Ef mun­ur­inn verð­ur of mik­ill á því sem mað­ur seg­ist vera op­in­ber­lega, og því sem mað­ur er þeg­ar eng­inn sér til, þá kall­ast það hræsni—og ef einka­hegð­un fólks er þver­öfug við það sem það held­ur fram op­in­ber­lega, þá er það til marks um ein­hvers kon­ar veru­leikafirr­ingu eða sið­blindu. Dæmi um þetta eru til dæm­is siða­postul­ar sem átelja aðra fyr­ir synd­ir sem þeir sjálf­ir drýgja á laun.

Djamm­visku­bit árs­ins

En lík­lega er eng­inn svo tand­ur­hreinn í sál­inni að ekki sé ein­hver mun­ur á því hvernig hann hugs­ar og hegð­ar sér í ein­rúmi eða með­al traustra vina—og því hvernig mynd hann dreg­ur upp af sjálf­um sér gagn­vart öðr­um. Við eig­um flest til að vera meiri fá­vit­ar en við vilj­um kann­ast við og reyn­um ef­laust að skýla öðru fólki við hvim­leið­ustu hlið­un­um á sjálf­um okk­ur.

En stund­um ger­ist það að kast­ljós­inu er varp­að á fólk á allra óheppi­leg­asta tíma. Og boj-ó-boj ætli þeir hafi ör­lít­ið djamm­visku­bit þing­menn­irn­ir sem tekn­ir voru upp á fylle­ríi að út­tala sig um sam­starfs­fólk sitt? Það er reynd­ar æv­in­týra­legt hversu ógeð­felld­ur tals­máti sumra þeirra var. Sjald­an hef­ur ver­ið tal­að jafnilla um jafn­marga á jafnstutt­um tíma. Þó veit ég reynd­ar ekki bet­ur en þess­ir menn séu hinir ágæt­ustu, svona að minnsta kosti hver í sínu lagi og edrú. Hið ógeð­fellda fylle­rí­is­raus þeirra er þeim auð­vit­að til skamm­ar, enda virð­ast þeir skamm­ast sín. En það er ágætt að hafa í huga að upp­tak­an seg­ir ekki ná­lægt því alla sög­una um neinn þeirra.

Ill­mælgi

Ef­laust er til fólk sem held­ur að póli­tík dragi fram það besta í fólki. Það er þó ekki mín reynsla. Haf­andi starf­að um­tals­vert í kring­um stjórnmál þekki ég ágæt­lega hversu land­lægt það er í póli­tík að fólk tali of­boðs­lega illa um hvert ann­að. Bæði man ég eft­ir að sárt var að verða fyr­ir slíku og ekki síð­ur hversu aumt það er að ger­ast sek­ur um það. Þótt ég muni ekki eft­ir jafnsvæsnu tali og nú er út­varp­að út­um allt; þá held ég það sé hæp­ið að full­yrða að það sé al­gjört eins­dæmi.

Haf­andi heyrt þessa hörm­ung get ég ekki ann­að en ver­ið ánægð­ur með að hafa aldrei lát­ið mér detta í hug að kjósa þessa til­teknu þing­menn, og ef ég væri ná­inn þeim myndi ég lík­lega ráð­leggja þeim að koma sér um­svifa­laust úr um­hverfi sem dreg­ur fram þess­ar hlið­ar á þeim—jafn­vel þótt það sé bara á fylle­rí­um.

Þetta fylle­rí er hljóð­rit­að

Það er ekki nema í al­gjör­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um sem nauð­syn brýt­ur lög, og enn sjaldn­ar helg­ar til­gang­ur­inn með­al­ið. Þótt inn­sýn margra í áfeng­is­vím­að­an hug­ar­heim nokk­urra þing­manna sé áhuga­verð þá má ekki líta fram hjá því hversu óhugn­an­leg­ar af­leið­ing­ar á sam­fé­lag­ið það get­ur haft ef lát­ið er átölu­laust þeg­ar fólk er hler­að í leyni á öld­ur­hús­um. Vissu­lega fá þing­menn­irn­ir eng­in sér­stök gáfnaprik fyr­ir að bás­úna heimsku­legt tal sitt inni á veit­inga­stað, en það breyt­ir því ekki að á þeim var brot­ið þeg­ar þeir voru leyni­lega hljóð­rit­að­ir og gögn­in send til birt­ing­ar í fjöl­miðl­um.

Það er ekki að ástæðu­lausu að sím­svar­arn­ir hjá stór­fyr­ir­tækj­um gefa manni að­vör­un áð­ur en byrj­að er taka upp sam­tal­ið við þjón­ustu­full­trú­ana. Þing­menn­irn­ir hefðu lík­lega ekki tal­að svona ógæti­lega ef þeir hefðu feng­ið sam­bæri­lega við­vör­un. Og þar sem ég ef­ast um að marg­ir hafi áhuga á að heyra meira af því sem þess­ir herra­menn blaðra sín á milli þeg­ar þeir eru full­ir og halda að eng­inn heyri til legg ég til að ein­hver ábyrg­ur borg­ari mæti að borð­inu þeirra með áber­andi upp­töku­tæki næst þeg­ar þessi hóp­ur dett­ur í það, og hlífi okk­ur við ann­arri eins uppá­komu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.