Tek­ist á um eitt mest selda lag allra tíma

Helstu út­gáf­uris­ar eru með­al þeirra sem Jó­hann Helga­son stefn­ir fyr­ir dóm í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. Gerð er sú krafa að tón­list­ar­mað­ur­inn fá all­ar tekj­ur sem lag­ið You Raise Me Up hef­ur afl­að síð­an það kom út ár­ið 2001 enda sé lag­ið stuld­ur á lag­inu

Fréttablaðið - - +PLÚS - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON [email protected]­bla­did.is

Lögð var fram stefna í gær fyr­ir hönd tón­list­ar­manns­ins Jó­hanns Helga­son­ar á hend­ur norska laga­höf­und­in­um Rolf Lov­land og yf­ir tutt­ugu öðr­um að­il­um fyr­ir stuld á lag­inu Sökn­uði frá ár­inu 1977.

Full­yrt er í stefn­unni að lag­ið You Raise Me Up frá ár­inu 2001 eft­ir Lov­land með texta Ír­ans Brend­ans Gra­ham sé í raun lag­ið Sökn­uð­ur.

You Raise Me Up varð heims­frægt í flutn­ingi söngv­ar­ans Josh Grob­an ár­ið 2003. Lag­ið hef­ur síð­an kom­ið út í yf­ir tvö þús­und út­gáf­um. Það er iðu­lega flutt á stórvið­burð­um, við minn­ing­ar­at­hafn­ir og jarð­ar­far­ir, rétt eins og Sökn­uð­ur Jó­hanns Helga­son­ar.

Þess er kraf­ist í stefn­unni að Jó­hanni verði dæmd­ar all­ar tekj­ur sem You Raise Me Up hef­ur fært Rolf Lov­land og öðr­um. Með­al þeirra sem er stefnt eru út­gáf­uris­arn­ir Uni­versal Music og Warner Music Group og efn­isveit­ur á borð við Spotify og iTu­nes.

Í stefnu lög­manns Jó­hanns, Michaels Machat, seg­ir að You Raise Me Dag einn ár­ið 1976 gekk Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son frá Hljóm­plötu­út­gáf­unni hf. á Lauga­vegi 33 yf­ir göt­una og í gegn­um sund­ið að bak­húsi núm­er 24B þar sem Jó­hann Helga­son bjó. Vil­hjálm­ur fékk Jó­hanni frum­samda texta og bað hann að semja lög við þá. Jó­hann samdi þá þrjú lög, með­al ann­ars Sökn­uð, og komu þau út ári síð­ar.

Up sé eitt mesta selda lag allra tíma. Vitn­að er til orða Mart­ins Ingeström, for­stjóra Uni­versal Music í Sví­þjóð, um að sala á lag­inu væri að nálg­ast 100 millj­ón­ir ein­taka.

Hags­mun­irn­ir eru því gríð­ar­leg­ir og Jó­hann reikn­ar með harðri mót­spyrnu í Los Ang­eles. „Það er eðl­is­lægt þeim sem sölsa und­ir sig eig­ur annarra að vilja síð­ur skila þeim, það á ekki síst við um eig­ur sem skapa verð­mæti,“seg­ir Jó­hann.

Því er hald­ið fram í stefn­unni að Rolf Lov­land sé þekkt­ur að því með­al

koll­ega í tón­list­ar­heim­in­um að taka tón­smíð­ar annarra höf­unda ófrjálsri hendi. Rak­ið er hvernig Lov­land hafi á marg­vís­leg­an hátt getað kom­ist í snert­ingu við lag­ið Sökn­uð, með­al ann­ars þeg­ar hann dvaldi á Ís­land, í fyrsta skipti ár­ið 1994.

Sem fyrr seg­ir er gerð krafa um að all­ar tekj­ur af You Raise Me Up skili sér til Jó­hanns. Í stefnu lög­manns hans, sem sett er fram í nafni banda­rísks fé­lags Jó­hanns, Johann­songs Pu­blis­hing Ltd., er enn frem­ur kraf­ist miska­bóta sam­kvæmt ákvörð­un kvið­dóms sem ósk­að er eft­ir að dæmi í mál­inu.

„Að lag­ið skili sér á rétt­an stað,“seg­ir Jó­hann ein­fald­lega sjálf­ur um kröf­ur sín­ar. Sem fyrr seg­ir kveð­ur hann það góða til­finn­ingu að mál­inu verði nú, eft­ir öll þess ár, fylgt til enda.

„Frá fyrsta degi hef­ur Sökn­uð­ur átt sam­leið með þjóð­inni og hef­ur síð­an þá hald­ið út í heim án leyf­is, í við­líka veg­ferð í breytt­um bún­ingi,“seg­ir Jó­hann. „Þar sem um eft­ir­lík­ing­ar er að ræða, kem­ur ekki á óvart að bæði lag og texti ensku út­gáf­unn­ar hafa fund­ið sér sama stað í hjört­um fólks og sú ís­lenska,“bæt­ir hann við.

Jó­hann hef­ur áð­ur reynt fyr­ir sér með máls­höfð­un en orð­ið að leggja þá fyr­ir­ætl­un á hill­una vegna fjár­skorts. Í fyrra­vor hélt tón­list­ar­mað­ur­inn blaða­manna­fund í upp­töku­ver­inu Hljóð­rita og kynnti þar nýja at­lögu að mál­inu.

„Fund­ur­inn í Hljóð­rita var að margra mati vel heppn­að­ur og góð um­fjöll­un í kjöl­far hans skil­aði mál­inu á þann stað að nú er bróð­urpart­ur þess sem til þurfti í höfn,“seg­ir Jó­hann.

Sagt er ljóst í stefnu lög­manns­ins Michaels Machat, að all­ir þeir sem stefnt er í mál­inu hafi afl­að sér geysi­mik­illa tekna með óheim­illi notk­un á Sökn­uði Jó­hanns Helga­son­ar og haldi enn í dag áfram að hagn­ast ólög­lega á eftir­öp­un, dreif­ingu og flutn­ingi lags­ins.

„Á með­an hef­ur hinn raun­veru­legi höf­und­ur lags­ins, Jó­hann Helga­son, ver­ið huns­að­ur," seg­ir í stefnu Machats. „Vegna skorts á fjár­magni hef­ur hann ekki getað tek­ið lög­form­leg skref til að stöðva stuld­inn á lagi sínu Sökn­uði. Þar til nú, það er að segja.“

Það er eðl­is­lægt þeim sem sölsa und­ir sig eig­ur ann­ara að vilja síð­ur skila þeim, það á ekki síst við um eig­ur sem skapa verð­mæti.

Jó­hann Helga­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.