Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Vont er þeirra jafn­rétti

Stæk kven­fyr­ir­litn­ing þing­manna Mið­flokks­ins sem op­in­ber­að­ist í ann­ál­aðri sam­drykkju bend­ir til þess að á þeim bæn­um sé jafn­rétt­is­fag­ur­gal­inn sung­inn með klofn­um tung­um. Gunn­ar Bragi Sveins­son tal­aði þannig um kon­ur að vart er eft­ir haf­andi, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir lét ekki sitt eft­ir liggja og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son átti einnig sín inn­skot. Sér­kenni­legt þar sem karl­arn­ir tveir hafa tal­að fjálg­lega fyr­ir HeForShe og Sig­mund­ur var tal­inn til helstu karlfemín­ista heims 2015. Anna Kol­brún var formað­ur að­gerða­hóps um launa­jafn­rétti kynj­anna 2013– 2016 og formað­ur Jafn­rétt­is­sjóðs Ís­lands frá 2016. Margt er undr­ið.

Það kvað vera fag­urt í Kak­ast­an

Kar­la­grobb Gunn­ars Braga um snjall­ar leik­flétt­ur sín­ar við skip­an um­deildra sendi­herra eru hon­um ekki til fram­drátt­ar frek­ar en ann­að sem hann lagði til mál­anna hið ör­laga­ríka kvöld lausu mál­bein­anna. Hann tel­ur Sjálf­stæð­is­flokk­inn skulda sér sendi­herra­stöðu fyr­ir að hafa snar­að Geir H. Ha­ar­de til Washingt­on. Sp­urn­ing hvort ekki sé lag að inn­heimta greið­ann strax og forða sér úr landi þeg­ar stjórn­mála­fer­ill­inn er flat­ari en bjór sem hef­ur stað­ið frá 20. nóv­em­ber. Guð­laug­ur Þór hlýt­ur að geta fund­ið eitt­hvað fyr­ir hann að gera í Kak­ast­an. Nei, fyr­ir­gef­ið, Ka­sakst­an.

Áhrif súrn­un­ar sjáv­ar nú á tím­um hraðr­ar hlýn­un­ar lofts­lags er áhyggju­efni. Eink­um vegna þess að stór hluti mat­væla í heim­in­um kem­ur úr sjó.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.