Nýlið­inn þurfti að færa 80 sjúk­linga til

Fréttablaðið - - SPORT - – iþs FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Martha Her­manns­dótt­ir er eini nýlið­inn í ís­lenska kvenna­lands­lið­inu í hand­bolta sem hef­ur leik í undan­keppni HM í dag. Martha er ekki hinn hefð­bundni ný­liði, enda 35 ára þriggja barna móð­ir sem starfar sem tann­lækn­ir með fram því að spila með KA/Þór í Olís-deild kvenna.

„Ef ég á að vera hrein­skil­in átti ég ekki von á þessu. Ég hélt að ég væri orð­in að­eins of þrosk­uð,“sagði Martha hlæj­andi í sam­tali við Frétta­blað­ið, að­spurð hvort hún hefði átt von á því að vera val­in í lands­lið­ið í fyrsta sinn á ferl­in­um.

„En þetta er frá­bært og æð­is­legt að fá þetta tæki­færi,“bætti Martha við. En er þetta eitt­hvað sem hana hef­ur lengi dreymt um? „Já, ég var alltaf brjál­uð þeg­ar ég var ekki val­in í lands­lið­ið. Ég er keppn­ismann­eskja og hef metn­að,“sagði Martha sem hef­ur leik­ið vel með KA/Þór í vet­ur og átt stór­an þátt í góðu gengi ný­lið­anna.

„Þetta hef­ur geng­ið vel í vet­ur og það er gam­an að fá þessa við­ur­kenn­ingu,“sagði Martha.

Eins og áð­ur sagði er Martha tann­lækn­ir og rek­ur sína eig­in stofu á Akur­eyri. Uppi varð smá fót­ur og fit þeg­ar hún var köll­uð inn í lands­lið­ið.

„ Þetta var dá­lít­ið vesen. Þeg­ar að­stoð­ar­kon­urn­ar mín­ar heyrðu þetta töldu þær sam­an að við þyrft­um að færa 80 sjúk­linga. Þær fengu pínu áfall en fóru síð­an að færa til. Ég ætla bara að vinna alla laug­ar­daga fram að jól­um til að koma öllu þessu fólki sam­an. En það tóku all­ir rosa­lega vel í þetta og eng­inn pirr­að­ur,“sagði Martha.

Ís­land mæt­ir Tyrklandi í kvöld, Ma­kedón­íu á morg­un og Aser­baíd­sj­an á sunnu­dag­inn. Riðill­inn fer fram í Skopje í Ma­kedón­íu. Efsta lið­ið trygg­ir sér sæti í um­spili um sæti á HM. Martha á fyrstu lands­liðsæfing­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.