Mik­il­vægt að vernda hnén

Það er mjög auð­velt að fara illa með hnén ef það er unn­ið á þeim og sam­kvæmt könn­un­um glíma marg­ir iðn­að­ar­menn við hné­meiðsli. En rétt tækni og góð­ar vinnu­bux­ur með púð­um geta hjálp­að.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ JÓLAGJÖF FAGMANNSINS - Odd­ur Freyr Þor­steins­son odd­ur­[email protected]­bla­did.is NORDICPHOTOS/GETTY

Það er ekki tek­ið út með sæld­inni að vinna mik­ið á hnján­um. Marg­ir iðn­að­ar­menn þurfa að eyða mikl­um tíma á hnján­um og það veld­ur álags­meiðsl­um, sér­stak­lega ef eng­inn hlífð­ar­bún­að­ur er not­að­ur. Í nýrri könn­un frá sam­tök­um píp­ara í Bretlandi er kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að 75% píp­ara glími við meiðsli á hnjám. Heil 57% þátt­tak­enda í könn­un­inni sögðu að þeir þyrftu að fara í að­gerð til að láta skipta um hnél­ið seinna meir vegna álags í starfi og 59% sögðu að þeir þyrftu að öll­um lík­ind­um að setj­ast í helg­an stein snemma vegna meiðsla í starfi. Í ann­arri könn­un frá Banda­ríkj­un­um fékkst sú nið­ur­staða að 40% bygg­ing­ar­verka­manna þurfi að glíma við meiðsli í vinnu sinni.

Ráð til að vernda hnén

Hnén eru sér­stak­lega við­kvæm fyr­ir meiðsl­um þar sem flest­ar hreyf­ing­ar reyna á hnén og þetta er flók­inn lið­ur sem ber alla lík­ams­þyngd­ina. En það er hægt að hafa nokk­ur ein­föld ráð í huga til að vernda hnén.

● Pass­ið að bera ekki of mikla þyngd í einu og lyfta rétt. Ef fólk glím­ir við hné­meiðsli get­ur ver­ið Marg­ir iðn­að­ar­menn þurfa að vinna mik­ið á hnján­um og það get­ur orð­ið til þess að þeir verði að hætta störf­um fyrr en ella.

gott að reyna að forð­ast að lyfta þyngd beint af gólf­inu og fá hjálp þeg­ar hún býðst. En ef það er ekki í boði gæti hjálp­að að setja slæma hnéð á jörð­ina og hinn fót­inn nið­ur áð­ur en lyft er. Þá fer meiri­hlut­inn af þyngd­inni á góða hnéð.

● Ekki færa hluti með því að sveifla fæt­in­um til hlið­ar. Ef þú þarf að færa eitt­hvað með fæt­in­um skaltu beina liðn­um rétt, eins og þeg­ar spark­að er í

fót­bolta, þannig að þú skap­ir ekki óeðli­legt álag á lið­inn.

● Ekki nota hnéð til að færa eða berja í hluti.

● Pass­ið að vinnusvæð­ið sé hreint og snyrti­legt svo þið dett­ið ekki um neitt eða renn­ið til og far­ið sér­stak­lega var­lega í hálku.

● Stíg­ið með öll­um fæt­in­um á tröpp­ur eða stiga.

● Ekki snúa upp á lík­amann að óþörfu, það veld­ur álagi á hnén.

● Hit­ið upp fyr­ir átaka­vinnu.

● Styrk­ið hnén til að koma í veg fyr­ir álags­meiðsli, t.d. með lyft­ing­um.

● Ekki stökkva úr nokk­urri hæð, not­ið stiga og hand­föng til að fara var­lega nið­ur.

● Ver­ið í góð­um skóm sem passa vel, henta í vinn­una og valda engu óþarfa álagi á hnén.

Sum­ir verða að vera mjög mik­ið á hnján­um í vinn­unni, þannig að þessi ráð og það að fara var­lega kem­ur ekki í veg fyr­ir meiðsli. Þá er rosa­lega mik­il­vægt að vera vel bú­inn og í áreið­an­leg­um hlífð­ar­bux­um með góð­um púð­um. En þá er það spurn­ing­in, hvaða vinnu­bux­ur eru best­ar?

Ný­lega var mik­il um­ræða um hvaða vinnu­bux­ur henta best þeg­ar unn­ið er mik­ið á hnján­um í Face­book-hópn­um Iðn­að­ar­menn Ís­lands, sem er með rúm­lega fimm þús­und með­limi. Þar deildu nokkr­ir reynslu­bolt­ar reynslu sinni af ýms­um gerð­um af vinnu­bux­um og sam­kvæmt þeim bera nokk­ur merki aug­ljós­lega af.

Sum­ir verða að vera mjög mik­ið á hnján­um í vinn­unni, þannig að þessi ráð og það að fara var­lega kem­ur ekki í veg fyr­ir meiðsli. Þá er rosa­lega mik­il­vægt að vera vel bú­inn og í áreið­an­leg­um hlífð­ar­bux­um með góð­um púð­um.

Snickers fær mik­il með­mæli

Það merki sem var nefnt oft­ast og lof­að mest var Snickers. Marg­ir voru sam­mála um að það væru bestu vinnu­bux­ur sem þeir hefðu próf­að og einn sagði að það hefði breytt lífi hans að hætta að kaupa „drasl bux­ur“. Ann­ar seg­ist hafa próf­að ým­is merki þang­að til hann keypti Snickers og hann hafi ekki skipt síð­an. Marg­ir hrósa bux­un­um fyr­ir að vera end­ing­ar­góð­ar og létt­ar og hné­púð­un­um frá Snickers er líka hrós­að.

Jobm­an vinnu­bux­urn­ar njóta líka greini­lega vin­sælda og nokkr­ir nefna þær sem bestu vinnu­bux­urn­ar. Þær eru sagð­ar teygj­an­leg­ar, létt­ar og góð­ar. Einn gagn­rýn­ir þær hins veg­ar fyr­ir að vera ekki sér­lega end­ing­ar­góð­ar.

Önn­ur merki sem voru nefnd voru Björnkläder, Helly Han­sen, Mascot, Flug­ger og Bulldog. Það er því úr nógu að velja þeg­ar kem­ur að góð­um vinnu­bux­um og eng­inn iðn­að­ar­mað­ur á Íslandi ætti að þurfa að þola hné­meiðsli að óþörfu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.