Blað­lauks- og sæt­kart­öflu eggjakaka

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ JÓLAGJÖF FAGMANNSINS -

Fyr­ir tvo fag­menn

5 egg

1 msk. vatn eða mjólk

½ tsk. ferskt rós­marín, sax­að smátt ¼ bolli par­mesanost­ur (20 g) Lít­il sæt kart­afla (100 g)

1 bolli þunnt sneidd­ur blað­lauk­ur Salt og pip­ar

Smjör

Hrær­ið sam­an egg­in og vatn­ið. Bæt­ið næst par­mesanost­in­um út í og smátt söx­uðu rós­marín­inu og smá salti. Hrær­ið vel sam­an og setj­ið til hlið­ar.

Af­hýð­ið kart­öfl­una og sker­ið hana í þunn­ar sneið­ar með beitt­um hníf eða mandó­líni. Sjóð­ið kart­öflu­skíf­urn­ar í smá stund eða þar til þær eru mjúk­ar. Pass­ið þó að sjóða ekki of lengi. Hell­ið vatn­inu af og þerr­ið með eld­hús­þurrku. Steik­ið blað­lauk­inn upp úr smjöri í litl­um potti þar til hann er orð­inn mjúk­ur. Bæt­ið þá sætu kart­öflu­skíf­un­um út í og bland­ið vel sam­an. Hell­ið næst blað­laukn­um og sætu kart­öfl­un­um yf­ir eggja­blönd­una. Bræð­ið smjör á pönnu og hell­ið eggja­blönd­unni út á miðl­ungs­heita pönn­una. Hrær­ið af og til var­lega í kök­unni til að hún eld­ist jafn­ar. Þeg­ar eggjakak­an á stutt eft­ir er henni skellt und­ir Ljúf­feng blað­lauks- og sæt­kart­öflu­eggjakaka fyr­ir fag­menn.

heitt grill­ið í 1-2 mín­út­ur eða þar til yf­ir­borð henn­ar er orð­ið fal­lega brúnt.

Setj­ið eggja­kök­una á disk eða fat og sker­ið í fjóra hluta. Strá­ið smátt söx­uðu fersku rós­maríni yf­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.