Nokk­ur inn­pökk­un­ar­ráð

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐJÓLAGJÖF FAGMANNSINS -

Oft get­ur ver­ið vanda­samt að pakka verk­fær­um og smíðatól­um inn í gjafa­papp­ír, sér í lagi ef þau koma ekki í fer­könt­uð­um köss­um eða tösk­um. Ýms­ar leið­ir eru fær­ar til að gera gjaf­irn­ar fal­leg­ar.

Til dæm­is mætti nota „kara­mellu­að­ferð­ina“á löng og mjó verk­færi eins og skiptilykla, skrúf­járn og þjal­ir. Þá er verk­fær­inu rúll­að inn í papp­ír­inn og snú­ið upp á hvorn enda eins og á kara­mellu og bund­ið fyr­ir með slaufu. Oft eru verk­færi beitt og geta bor­ast í gegn­um þunn­an jólapapp­ír­inn. Því get­ur ver­ið gott að vefja þeim fyrst inn í þykk­an maskínupapp­ír.

Stór­um hlut­um má pakka inn með „poka­að­ferð­inni“. Þá er snið­inn stór fern­ing­ur af gjafa­papp­ír og lagð­ur á borð þannig að hann ligg­ur eins og tíg­ull fyr­ir fram­an pakk­ar­ann. Svo er gjöf­in sett á miðj­an fern­ing­inn, grip­ið í efra og neðra horn tíg­uls­ins og þeim hald­ið uppi, grip­ið svo í horn­in

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.