Sjö stiga jarð­skjálfti skall á nærri Anchorage í Alaska

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Þea

Stærð­ar­inn­ar jarð­skjálfti, sjö stig, reið yf­ir í banda­ríska rík­inu Alaska í gær. Upp­tök skjálft­ans voru rétt norð­ur af borg­inni Anchorage. 5,8 stiga eft­ir­skjálfti reið yf­ir skömmu síð­ar. Var­að var við flóð­bylgj­um á Kenai-skaga og við strönd Cook-vík­ur en þeirri við­vör­un var aflétt um níu­tíu mín­út­um síð­ar.

Raf­magn fór víða af og bygg­ing­ar og veg­ir skemmd­ust af völd­um skjálft­ans og um­ferð­ar­ljós bil­uðu. Þar af leið­andi mynd­uð­ust mikl­ar um­ferð­ar­tepp­ur. Að því er kom fram hjá Anchorage Daily News í gær­kvöldi lið­að­ist veg­ur að al­þjóða­flug­velli borg­ar­inn­ar nærri í sund­ur.

Skrúf­að var fyr­ir olíu­flutn­inga­leiðslu Alaska í kjöl­far skjálft­ans. Það var þó ein­ung­is gert í var­úð­ar­skyni en leiðsl­an skemmd­ist ekki vegna skjálft­ans svo vit­að sé. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.