Fín byrj­un í undan­keppn­inni

Ís­lenska kvenna­lands­lið­ið í hand­bolta fór vel af stað í undan­keppni HM 2019, en lið­ið vann af­ar sann­fær­andi sig­ur þeg­ar lið­ið mætti Tyrklandi í gær­kvöldi.

Fréttablaðið - - SPORT - Hjor­[email protected]­bla­did.is.

Ís­land hóf í gær­kvöldi veg­ferð sína í átt á loka­keppni heims­meist­ara­móts kvenna í hand­bolta sem leik­ið verð­ur á næsta ári með því að mæta Tyrklandi í fyrsta leik lið­anna í undan­keppni móts­ins sem fram fer í Skopje í Ma­kedón­íu þessa dag­ana. Ís­land fór með 36-23 sig­ur af hólmi í leikn­um eft­ir að hafa ver­ið i for­ystu all­an leik­inn.

Ís­lenska lið­ið setti tón­inn strax í upp­hafi leiks­ins, en lið­ið var kom­ið í 3-0 þeg­ar skammt var lið­ið af leikn­um. Stað­an í hálfleik var svo 18-14 fyr­ir Íslandi og leik­menn ís­lenska liðs­ins bættu við for­skot­ið í seinni hálfleik. Tyrk­land leik­ur nokk­uð óhefð­bund­inn hand­bolta sé tek­ið mið af evr­ópsk­um hand­bolta og það tók ís­lensku leik­menn­ina fyrri hálfleik­inn að venj­ast breytt­um að­ferð­um við það að spila bæði sókn og vörn.

Örnu Sif Páls­dótt­ur héldu eng­in bönd inni á lín­unni, en þeg­ar var upp var stað­ið hafði hún skor­að átta mörk í leikn­um líkt og Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir. Þær voru marka­hæst­ar hjá ís­lenska lið­inu og Thea Imani St­urlu­dótt­ir kom næst með fimm mörk. Guðný Jenný Ás­munds­dótt­ir átti góð­an leik í mark­inu og varði 16 skot.

„Tyrk­neska lið­ið spil­ar frek­ar óhefð­bund­inn hand­bolta og það tók okk­ur nokk­urn tíma að að­lag­ast því. Þeg­ar það var kom­ið náð­um við að sigla fram úr og fara með ör­ugg­an sig­ur af hólmi. Það er gott að vera kom­inn af stað eft­ir mikla til­hlökk­un fyr­ir þessu verk­efni og gott að hafa náð að landa þess­um sigri. Það er alltaf góð til­finn­ing að vera kom­inn á blað," sagði Ax­el Stef­áns­son, þjálf­ari ís­lenska liðs­ins í sam­tali við Fréttablaðið eft­ir leik­inn. Ax­el Stef­áns­son var ánægð­ur með leik ís­lenska liðs­ins sem vann sann­fær­andi sig­ur gegn Tyrkj­um Fréttablaðið/Ernir Mörk Ís­lands: Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir 8, Arna Sif Páls­dótt­ir 8/1, Thea Imani St­urlu­dótt­ir 5, Eva Björk Davíðs­dótt­ir 4, Helena Rut Ör­vars­dótt­ir 3, Martha Her­manns­dótt­ir 2/1, Perla Ruth Al­berts­dótt­ir 2, Stein­unn Hans­dótt­ir 2, Sig­ríð­ur Hauks­dótt­ir 1, Ester Ósk­ars­dótt­ir 1.

Var­in skot: Guðný Jenný Ás­munds­dótt­ir varði 16 skot.

„Mér fannst sókn­ar­leik­ur­inn vel spil­að­ur og við náð­um að koma mörg­um leik­mönn­um inn í sókn­ina. Við gát­um dreift álag­inu vel á milli leik­mann og það var mik­il­vægt. Við spil­um allt öðru­vísi þeg­ar við mæt­um Ma­kedón­íu og það verð­ur meira lík­am­lega krefj­andi leik­ur þannig að það er gott að það fór ekki of mik­il orka í þenn­an sig­ur," sagði hann enn frem­ur.

Ís­land og Tyrk­land eru með Ma­kedón­íu og Aser­baíd­sj­an í riðli, en efsta lið­ið í riðl­in­um fer í um­spil um laust sæti í loka­keppn­inni. Ís­land mæt­ir gest­gjöf­um Ma­kedón­íu í dag og hefst leik­ur­inn klukk­an 17.00 að ís­lensk­um tíma.

„Ma­kedón­ía vann stór­sig­ur gegn Aser­baíd­sj­an í gær og það lít­ur allt út fyr­ir að þetta ver­ið úr­s­lit­leik­ur um sig­ur í riðl­in­um. Þær eru af­ar

Við spil­um allt öðru­vísi leik þeg­ar við mæt­um Ma­kedón­íu í adg og það verð­ur mjög lík­am­lega krefj­andi leik­ur þannig að það er gott að það fór ekki mik­il orka í þenn­an sig­ur.

Ax­el Stef­áns­son

sterk­ar og góð­ar í stöð­unni mað­ur á móti manni þeg­ar þær kom­ast á ferð­ina. Við verð­um að spila þétta vörn og spila góða hjálp­ar­vörn ef við ætl­um að ná hag­stæð­um úr­slit­um í leikn­um í dag," sagði hann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.