Fjár­fest­ing til fram­tíð­ar

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Kjart­an Hreinn Njáls­son kjart­[email protected]­bla­did.is

Fyr­ir­hug­að­ur nið­ur­skurð­ur á fjár­fram­lög­um til Rann­sókna­sjóðs Rannís, sem Frétta­blað­ið grein­ir frá í dag, er köld kveðja til þeirra vís­inda­manna sem starfa hér á landi. Í raun eru áhersl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem birt­ast bæði í frum­varpi til fjár­laga og í fyr­ir­hug­uð­um laga­breyt­ing­um sem heim­ila gjald­töku vís­inda­siðanefnd­ar, í hróp­andi ósam­ræmi við þann mikla ár­ang­ur sem náðst hef­ur í grunn­rann­sókn­um og vís­ind­um al­mennt hér á landi und­an­far­in ár og ára­tugi.

Ósam­ræmi þetta felst í þeirri stað­reynd að í al­þjóð­leg­um sam­an­burði stend­ur ís­lenskt vís­inda­sam­fé­lag framar­lega á mörg­um af þeim svið­um sem mestu máli skipta fyr­ir fram­tíð okk­ar sem full­valda og blómstrandi þjóð­ar, og sem teg­und­ar. Þau grunn­vís­indi sem stund­uð eru hér hafa ótví­rætt gildi og hafa oft á tíð­um beina skír­skot­un til krefj­andi úr­lausn­ar­efna sem við mun­um þurfa að tak­ast á við.

Op­in­bert fjár­magn gegn­ir lyk­il­hlut­verki í öll­um vís­inda­rann­sókn­um. Slík­ar rann­sókn­ir krefjast þol­in­mæði og skiln­ings á því að fram­far­ir eiga sér stað hægt en ávallt með ávinn­ingi. Fjár­magn sem sett er í rann­sókn­ir og þró­un skil­ar sér marg­falt til baka í formi þekk­ing­ar, sem ekki verð­ur met­in til fjár.

Þannig geta grunn­rann­sókn­ir haft svo víð­tæk áhrif að þær móta sam­fé­lag­ið til fram­búð­ar, þó svo að það hafi ekki ver­ið til­gang­ur þeirra eða ætl­un vís­inda­mann­anna. Næg­ir að nefna frum­einda­klukk­una sem leiddi til GPS-tækn­inn­ar, kjarna­seg­ul­herma sem leiddu til þró­un­ar seg­ulóm­tækja og hinn­ar illskilj­an­legu skammta­fræði sem nú mynd­ar grunn raf­einda- og tölvu­tækni. Ný­legt dæmi er Zika-veir­an sem til­tölu­lega ný­lega braust fram á sjón­ar­svið­ið með skelfi­leg­um af­leið­ing­um. Hins veg­ar höfðu grunn­rann­sókn­ir fyrri ára þau áhrif að vís­inda­mönn­um tókst að þróa vísi að væn­legu bólu­efni.

Ávinn­ing­ur af frum­kvöðl­a­starf­semi í vís­ind­um get­ur líka ver­ið af öðr­um toga, því um leið og þau hafa bein áhrif á vel­ferð og dag­legt líf fólks þá geta djörf og skap­andi vís­indi stuðl­að að enn frek­ari áhuga al­menn­ings á sjálf­um vís­ind­un­um, svo lengi sem þeir vís­inda­menn sem þau stunda gang­ast við þeirri ábyrgð sem notk­un al­manna­fjár fylg­ir og eru reiðu­bún­ir og vilj­ug­ir til að miðla af reynslu sinni og dýr­mætri þekk­ingu.

Þær breyt­ing­ar sem fyr­ir­hug­að­ar eru á fjár­fram­lög­um í Rann­sókna­sjóð og þeim er varða gjald­töku munu vafa­laust hafa hamlandi áhrif á ís­lenskt vís­indastarf. Slíkt á ekki að við­gang­ast á tím­um þar sem þörf­in fyr­ir fram­sæk­in vís­indi er sem mest. Ávinn­ing­ur­inn af öfl­ugri fjár­mögn­un grunn­rann­sókna er slík­ur að við höf­um ekki efni á að draga úr henni. Ávinn­ing­ur þessi er ekki að­eins fólg­inn fram­förum í vís­ind­um og tækni, held­ur í þeirri ákvörð­un að færa vís­ind­in of­ar í for­gangs­röð­ina; að gera þau að grunn­stefi sam­fé­lags­ins.

Þær breyt­ing­ar sem fyr­ir­hug­að­ar eru á fjár­fram­lög­um í Rann­sókna­sjóð og þeim er varða gjald­töku munu vafa­laust hafa hamlandi áhrif á ís­lenskt vís­indastarf.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.