Mið­flokk­ur­inn næði ekki manni inn

Ný könn­un Zenter fyr­ir Frétta­blað­ið og fretta­bla­did.is sýn­ir Mið­flokk­inn með minna en fimm pró­sent og eng­an þing­mann. Könn­un­in er gerð eft­ir um­fjöll­un um Klaust­urs­upp­tök­urn­ar. Sam­fylk­ing­in og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ast með næst­um því jafn­mik­ið fylgi.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTA­BLAЭIÐ/AUÐUNN

Mið­flokk­ur­inn félli af þingi sam­kvæmt nýrri könn­un sem Zenter rann­sókn­ir unnu fyr­ir Frétta­blað­ið og fretta­bla­did.is. Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt könn­un­inni, sem var gerð í gær og í fyrra­dag, mæl­ist fylgi Mið­flokks­ins 4,3 pró­sent. Ekki náð­ist í Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Mið­flokks­ins.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist með 21,4 pró­sent og næst kem­ur Sam­fylk­ing­in næst með 20,8 pró­sent. Fyrr­nefndi flokk­ur­inn tap­ar um fjór­um pró­sentu­stig­um frá kosn­ing­um en sá síð­ar­nefndi bæt­ir við sig tæp­um níu.

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gleðst yf­ir töl­un­um. „En ég er auð­vit­að með­vit­að­ur um það að þetta er könn­un og hún er gerð á sér­kenni­leg­um tíma,“seg­ir hann.

„Þetta end­ur­spegl­ar vænt­an­lega af­stöðu fólks til þessa máls sem hef­ur kom­ið fram að und­an­förnu," seg­ir Logi um gengi Mið­flokks­ins.

„Það eru eng­in stór­tíð­indi í því fyr­ir mig,“seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um fylgi síns flokks .

„Það var al­veg við því að bú­ast að það yrðu ein­hver merki um fyrstu við­brögð í könn­un sem er gerð of­an í þá um­ræðu sem ver­ið og það kem­ur mér í sjálfu sér ekki á óvart,“seg­ir Bjarni um út­komu Mið­flokks­ins.

Séu nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar nýtt­ar til að út­deila þing­sæt­um fengju Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Sam­fylk­ing fimmtán menn hvor flokk­ur. Pírat­ar tíu, Vinstri græn átta og Við­reisn og Fram­sókn sex menn hvor flokk­ur. Flokk­ur fólks­ins fengi þrjá.

Vet­ur kon­ung­ur ræð­ur ríkj­um á Norð­ur­landi. Snjó­dýpt­ar­met var sleg­ið á Akur­eyri og frost­ið fór í tæp­ar 20 gráð­ur á Torf­um í Eyja­firði. Mik­il­vægt er því að klæða sig vel líkt og þessi Akur­eyr­ing­ur gerði þeg­ar hann ark­aði Brekku­göt­una í fann­ferg­inu í gær. Verk­tak­ar á veg­um bæj­ar­ins eru önn­um kafn­ir við að halda helstu leið­um opn­um

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.