Bláa lón­ið met­ið á 50 millj­arða

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

Bláa lón­ið er verð­met­ið á um 50 millj­arða króna í því sam­komu­lagi sem Kólf­ur, fé­lag í meiri­hluta­eigu Gríms Sæ­mundsen, for­stjóra Bláa lóns­ins, gerði ný­lega við fram­taks­sjóð­inn Horn II um kaup á nærri 20 pró­senta óbein­um hlut sjóðs­ins í ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu.

Mið­að við kauptil­boð Kólfs er Bláa lón­ið met­ið á tals­vert hærra verði en þeg­ar Blackst­one ætl­aði að kaupa 30 pró­senta hlut í fyr­ir­tæk­inu sumar­ið 2017.

Stærstu hlut­haf­ar Horns II, sem eru einkum ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa kauprétt á sama gengi sem und­ir var í við­skipt­un­um til loka janú­ar. Sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins hef­ur mik­ill meiri­hluti þeirra í hyggju að nýta sér kauprétt­inn og þannig vera áfram óbein­ir hlut­haf­ar í Bláa lón­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.