Röng við­brögð við gagnastuldi

Fréttablaðið - - +PLÚS - NORDICPHOTOS/AFP – þea

Við­brögð Marriott-hót­el­sam­steyp­unn­ar við stuldi á upp­lýs­ing­um um 500 millj­ón hót­elgesti eru ekki bara ófull­nægj­andi held­ur hættu­leg. Þetta kom fram í frétt Techcrunch í gær. Hundr­uð millj­óna eru tal­in kunna hafa lent í því að ban­ka­upp­lýs­ing­um, jafn­vel korta­núm­er­um, hafi ver­ið stol­ið.

Marriott sendi gest­um, sem urðu fyr­ir stuld­in­um tölvu­póst. Hann kom hins veg­ar frá ein­kenni­legu léni, email-marriott.com, sem er í vörslu sam­steyp­unn­ar en skil­ar ekki nið­ur­stöðu sé það sleg­ið inn í vafra.

Að­stand­end­ur netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Renditi­on In­fosec keyptu lén­ið email-marriot.com til þess að benda á að óprúttn­ir að­il­ar gætu nýtt sér mis­tök hót­el­sam­steyp­unn­ar. Sé þetta lén sleg­ið inn í vafra stend­ur : „Þetta gæti ver­ið net­veið­a­síða (e. phis­hing site).“

Marriott í Kína.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.