Tæki­færi í auk­inni ábyrgð

Fréttablaðið - - +PLÚS - – þea

Ís­land hef­ur ver­ið kos­ið til þess að gegna vara­for­mennsku í mann­rétt­inda­ráði Sa­mein­uðu þjóð­anna. Fasta­full­trúi Ís­lands, Har­ald Aspe­lund, mun því stýra starfi ráðs­ins á næsta ári með for­seta þess. Þetta kom fram í til­kynn­ingu sem birt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins í gær.

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra sagði í við­tali við Frétta­blað­ið í júlí, þeg­ar ljóst var að Ís­land fengi sæti í ráð­inu, að Ís­lend­ing­ar myndu tala fyr­ir um­bót­um á starf­semi ráðs­ins og leggja áherslu á jafn­rétt­is­mál og mál­efni hinseg­in fólks.

Í svari við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins nú seg­ir Guð­laug­ur: „Ís­land og fjöl­mörg önn­ur ríki hafa kall­að eft­ir end­ur­bót­um á mann­rétt­inda­ráð­inu. Með auk­inni ábyrgð gefst okk­ur enn frek­ara tæki­færi til að hafa áhrif á fram­gang mála og leggja okk­ar af mörk­um til að auka skil­virkni ráðs­ins.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.