Um­boðs­mað­ur kom­inn með nóg af starfs­hóp­um og nefnd­um

Fréttablaðið - - +PLÚS - – aá

„Mér finnst al­var­legt að það taki mörg ár að bregð­ast við svona al­var­leg­um vanda og mun inna heil­brigð­is­ráð­herra eft­ir því hverju þetta sæti,“seg­ir Hall­dóra Mo­gensen, formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is, um sam­skipti heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins og Um­boðs­manns Al­þing­is um að­gerð­ir vegna stöðu geð­heil­brigð­is­mála í fang­els­um lands­ins.

Um­boðs­mað­ur hef­ur beð­ið við­bragða stjórn­valda við al­var­legri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ít­rek­uð­um bréfa­skipt­um við ráðu­neyti bæði dóms- og heil­brigð­is- mála vegna þess. Af sam­skipt­un­um má sjá að um­boðs­mað­ur er bú­inn að fá nóg af skip­un­um í nefnd­ir og starfs­hópa sem litlu sem engu hafa skil­að.

Í er­indi dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins til um­boðs­manns í októ­ber síð­ast- liðn­um er þeirri af­stöðu lýst að mann­rétt­indi geð­sjúkra fanga séu ekki fylli­lega tryggð og ráðu­neyt­ið telji brýnt til­efni til að end­ur­skoða fyr­ir­komu­lag geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á Litla-Hrauni sem og í fang­els­um lands­ins al­mennt. Víð­tækt sam­ráð þurfi að hafa í þeim efn­um við vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið og fang­els­is­mála­yf­ir­völd.

Í er­indi til heil­brigð­is­ráð­herra frá 11. októ­ber ósk­aði um­boðs­mað­ur eft­ir við­brögð­um við af­stöðu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Í er­ind­inu kvað um­boðs­mað­ur nokk­uð fast að orði um að­gerða­leysi ráðu­neyt­anna þrátt fyr­ir al­var­lega stöðu sem varð­að geti ákvæði stjórn­ar­skrár um bann við pynd­ing­um og ómann­úð­legri með­ferð. For­sæt­is­ráð­herra fékk af­rit af bréf­inu.

Í svari heil­brigð­is­ráðu­neyt­is sem barst í síð­ustu viku er vik­ið að samn­inga­gerð vegna heil­brigð­is­þjón­ustu á Hólms­heiði sem gera eigi ráð fyr­ir auknu og ör­uggu að­gengi að geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. Sa­meig­in­legt mat heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og geðsviðs Land­spít­ala sé að geð­deild­in veiti þjón­ustu á Hólms­heiði sem sam­svari 10 pró­sent stöðu geð­lækn­is og 10 pró­sent stöðu geð- hjúkr­un­ar­fræð­ings. Í svar­inu seg­ir að gert sé ráð fyr­ir að samn­ing­ur vegna Hólms­heið­ar verði í fram­hald­inu not­að­ur sem fyr­ir­mynd að heil­brigð­is­þjón­ustu í öðr­um fang­els­um lands­ins.

Þá er í svari ráðu­neyt­is­ins, vís­að til starfs­hóps sem skip­að­ur verði um end­ur­skoð­un samn­ings frá 1997 milli ráðu­neyt­is­ins og Fang­els­is­mála­stofn­un­ar um heil­brigð­is­þjón­ustu við fanga í fang­els­um.

Um­boðs­mað­ur bíð­ur nú við­bragða Fang­els­is­mála­stofn­un­ar og dóms­mála­ráðu­neyt­is við út­spili heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins.

Mér finnst al­var­legt að það taki mörg ár að bregð­ast við svona al­var­leg­um vanda.

Hall­dóra Mo­gensen, formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.