Tveir flokk­ar tróna á toppn­um

Ný könn­un Zenter fyr­ir Frétta­blað­ið og fretta­bla­did.is sýn­ir Mið­flokk­inn með 4,3 pró­senta fylgi og er gerð eft­ir að Klaust­urs­mál­ið komst í há­mæli. Einnig gerð eft­ir að tveir þing­manna Mið­flokks­ins fóru í leyfi og tveir voru rekn­ir úr Flokki fólks­ins, sem

Fréttablaðið - - +PLÚS - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANT­ON BRINK [email protected]­bla­did.is, [email protected]­bla­did.is

Sam­fylk­ing og Sjálf­stæð­is­flokk­ur mæl­ast með um 21 pró­sents fylgi í nýrri könn­un Zenter rann­sókna fyr­ir Frétta­blað­ið og fretta­bla­did.is. Mið­flokk­ur­inn mæl­ist með 4,3 pró­sent og næði sam­kvæmt því ekki manni á þing.

Könn­un­in var fram­kvæmd 3.-4. des­em­ber, það er eft­ir að upp komst um fylli­rís­raus fjög­urra þing­manna Mið­flokks og tveggja úr Flokki fólks­ins. Þá er hún sömu­leið­is gerð eft­ir að Flokk­ur fólks­ins rak þing­menn­ina tvo úr flokkn­um og tveir þing­manna Mið­flokks­ins fóru í ótíma­bund­ið leyfi frá störf­um.

Sam­kvæmt könn­un­inni mæl­ist fylgi Mið­flokks­ins 4,3 pró­sent eða rúm­lega þriðj­ung­ur kjör­fylg­is hans. Fylgi við flokk­inn mæl­ist 1,5 pró­sentu­stig­um hærra á lands­byggð­inni. Sé mið­að við efri vik­mörk mæl­ing­ar­inn­ar myndi flokk­ur­inn fá jöfn­un­ar­þing­menn en nær hvergi kjör­dæma­kjörn­um þing­manni.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist með 21,4 pró­sent og kem­ur Sam­fylk­ing­in næst með 20,8 pró­sent. Sá fyrr­nefndi tap­ar um fjór­um pró­sentu­stig­um frá kosn­ing­um en sá síð­ar­nefndi bæt­ir við sig tæp­um níu. Pírat­ar mæl­ast þriðji stærsti flokk­ur lands­ins með

14,4 pró­sent og bæta við sig fimm pró­sentu­stig­um.

Stutt er í Vinstri græn með 12,7 pró­sent en flokk­ur­inn fékk tæp sautján í kosn­ing­un­um. Við­reisn mæl­ist með 9,1 pró­sent en fékk 6,7 í kosn­ing­um og Fram­sókn­ar­flokk­ur mæl­ist með 8,5 pró­sent, fékk 10,7 pró­sent í kosn­ing­un­um. Flokk­ur fólks­ins mæl­ist svo með 5,7 pró­sent, fékk 6,9 í kosn­ing­un­um 2017. Þrjú pró­sent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi.

Séu nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar nýtt­ar til að út­deila þing­sæt­um fengju Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Sam­fylk­ing fimmtán menn hvor flokk­ur. Pírat­ar fengju tíu, Vinstri græn átta og Við­reisn og Fram­sókn sex menn hvor flokk­ur. Flokk­ur fólks­ins væri síð­ast­ur inn með þrjá.

Einnig var spurt um hvort sex­menn­ing­arn­ir af Klaustri ættu að segja af sér þing­mennsku. Alls svör­uðu ját­andi 90,9 pró­sent þeirra sem af­stöðu tóku. 9,1 pró­sent sagði nei.

Sé horft til af­stöðu svar­enda eft­ir því hvaða flokk þeir sögð­ust ætla að kjósa má sjá að heilt yf­ir svar­aði mik­ill meiri­hluti stuðn­ings­manna allra flokka ut­an Mið­flokks­ins ját­andi. Ein­ung­is þrett­án pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Mið­flokk­inn vilja að sex­menn­ing­arn­ir segi af sér. Stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á með­al voru þó ekki nema 23,7 pró­sent sem svör­uðu neit­andi.

Frá þingi eft­ir að fjall­að var um upp­tök­ur af Klaustri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.