Þungt á Alþingi

Fréttablaðið - - +PLÚS - – sar FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Klaust­urs­upp­tök­urn­ar setja svip á störf Al­þing­is. Þing­menn sem Frétta­blað­ið ræddi við segja stemn­ing­una jafn­vel þrúg­andi.

„Þau vantreysta okk­ur al­veg jafn mik­ið og þau skynja það að við vantreyst­um þeim. Þannig að þetta er al­veg tvö­falt vand­ræða­legt,“seg­ir einn þing­mað­ur

„Við er­um að reyna vinna úr þessu og það er ekk­ert skrýt­ið að það muni taka ein­hverja daga,“seg­ir ann­ar þing­mað­ur. Enn sé mjög þungt í fólki.

Í um­ræð­um á þingi í gær sagði Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son, Flokki fólks­ins, að þetta segði allt um þá sem voru á Klaustri en ekk­ert um þá sem fjall­að var um þar.

Helga Vala Helga­dótt­ir úr Sam­fylk­ingu spurði hvort um­rædd­ir þing­menn gætu sinnt starfi sínu. Ekk­ert þeirra sem tóku þátt í að sví­virða Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, gæti til að mynda beint fyr­ir­spurn til henn­ar.

Af þingi í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.