Póst­ur­inn hóf samruna í trássi við sam­komu­lag

Samruni Ís­land­s­pósts og dótt­ur­fé­lags­ins ePósts var langt á veg kom­inn þeg­ar eft­ir­lits­nefnd um fram­kvæmd sátt­ar fyr­ir­tæk­is­ins við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið var til­kynnt um hann. Lán Pósts­ins til ePósts hef­ur enn ekki ver­ið lát­ið bera vexti.

Fréttablaðið - - +PLÚS - [email protected]­bla­did.is

Ís­land­s­póst­ur ( ÍSP) ákvað að sam­eina rekst­ur dótt­ur­fé­lags­ins ePósts og móð­ur­fé­lags­ins án þess að leita fyrst álits eft­ir­lits­nefnd­ar um fram­kvæmd sátt­ar milli ÍSP og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins (SKE). Vinna við sam­ein­ing­una hófst án þess að sam­þykki SKE lægi fyr­ir. Þetta kem­ur fram í gögn­um sem eft­ir­lits­nefnd­in af­henti Fé­lagi at­vinnu­rek­enda (FA).

ePóst­ur var stofn­að­ur í nóv­em­ber 2012 en starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins fólst í þró­un og vinnslu á sviði ra­f­rænna sam­skipta- og dreif­ing­ar­lausna. Rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur alla tíð ver­ið basl en það lenti und­ir í samkeppni við Greiðslu­veit­una, kerfi sem ger­ir þátt­tak­end­um kleift að birta ým­is gögn í net­banka, og vef­inn Ís­land.is. Síð­ar­nefndi að­il­inn er, líkt og ePóst­ur, al­far­ið í eigu rík­is­ins.

Frá stofn­un hef­ur rekst­ur fé­lags­ins geng­ið illa. Skömmu eft­ir stofn­un lán­aði ÍSP fé­lag­inu 247 millj­ón­ir og aðr­ar 55 millj­ón­ir ár­ið 2013. Tap hef­ur ver­ið á rekstri fé­lags­ins frá stofn­un ef und­an er skil­ið ár­ið í fyrra en þá nýtti það sér frá­drátt­ar­bært skattatap. Alls nem­ur tap þess rúm­lega 200 millj­ón­um króna og var eig­ið fé nei­kvætt um 198 millj­ón­ir í fyrra.

Í fe­brú­ar í fyrra gerðu ÍSP og SKE sátt með það að marki að bæta sam­keppn­is­að­stæð­ur á póst­mark­aði. Í sátt­inni við­ur­kenndi ÍSP eng­in brot og var ekki gerð sekt. Þriggja manna eft­ir­lits­nefnd var skip­uð til að fylgja sátt­inni eft­ir.

Með­al þess sem fólst í sátt­inni var að ákveð­in starf­semi skyldi rek­in í dótt­ur­fé­lög­um og að lán til dótt­ur­fé­laga skyldu bera mark­aðsvexti. Vext­ir á láni ÍSP til ePósts hafa ver­ið nær eng­ir. Hefðu þeir ver­ið reikn­að­ir í sam­ræmi við sátt­ina væri skuld ePósts við ÍSP í kring­um 460 millj­ón­ir króna.

Enn frem­ur seg­ir í sátt­inni að ef sú staða kem­ur upp að starf­semi dótt­ur­fé­lags hafi ekki leng­ur sam­keppn­is­lega þýð­ingu geti ÍSP ósk­að eft­ir áliti eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar á því að færa rekst­ur þess inn í móð­ur­fé­lag­ið. Sam­þykki SKE fyr­ir slíkri sam­ein­ingu verði að liggja fyr­ir. Skjöl sem ÍSP sendi eft­ir­lits­nefnd­inni bera hins veg­ar með sér að þess­um ákvæð­um hafi ekki ver­ið fylgt.

Í svari Ingi­mund­ar Sig­urpáls­son­ar, for­stjóra ÍSP, til eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar seg­ir að ákvörð­un um að sam­eina ePóst og ÍSP hafi leg­ið fyr­ir ár­ið 2017. Ljóst er að sú ákvörð­un hef­ur þá ver­ið tek­in á síð­ari hluta árs­ins því sagt var frá því í Mark­aðn­um 18. októ­ber 2017 að eng­in ákvörð­un hefði ver­ið tek­in.

Um­rætt svar­bréf er dag­sett 23. októ­ber 2018 og seg­ir þar að sam­ein­ing­in sé langt á veg kom­in. Því hafi „[ekki þótt] efni til að byrja á því ári að reikna vexti á við­skipta­stöðu fé­lag­anna“.

Í svar­inu kem­ur einnig fram að ePóst­ur bók­aði síð­ast tekj­ur frá öðr­um að­ila en ÍSP í júní 2017. Upp­hæð þeirra var 8.905 krón­ur.

Svör Ingi­mund­ar koma ekki heim og sam­an við bréf Helgu Sig­ríð­ar Böðv­ars­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs ÍSP, til eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar en það bréf var sent rúmri viku fyrr. Í bréf­inu er ósk­að eft­ir af­stöðu eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar til sam­ein­ing­ar­inn­ar en á því stigi var hún langt á veg kom­in. Þar seg­ir að ákvörð­un um sam­ein­ing­una hafi ver­ið tek­in á stjórn­ar­fundi ÍSP 25. júní 2018. Hvorki er get­ið um það í bréfi Ingi­mund­ar né Helgu hví ÍSP dró það í minnst fjóra mán­uði að til­kynna eft­ir­lits­nefnd­inni um fyr­ir­hug­að­an samruna líkt og kveð­ið er á um í sátt­inni við SKE.

Svör Ingi­mund­ar Sig­urpáls­son­ar, for­stjóra Ís­land­s­pósts, koma ekki heim og sam­an við bréf Helgu Sig­ríð­ar Böðv­ars­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins, til eft­ir­lits­nefnd­ar um sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Ís­land­s­póst­ur átti að reka til­tekna þætti í dótt­ur­fé­lög­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.