Skíða­svæð­in á Norð­ur­landi að opna og snjó­fram­leiðslu­vél­arn­ar keyrð­ar á fullu

Fréttablaðið - - +PLÚS - – sa

Lang­vinnu sum­ar­fríi skíða­iðk­anda er lok­ið eft­ir gríð­ar­lega snjó­komu síð­ustu daga á Norð­ur­landi. Skíða­svæð­ið í Bögg­v­is­staða­fjalli við Dal­vík var opn­að í dag og stefnt er að opn­un í Hlíð­ar­fjalli á laug­ar­dags­morg­un.

Snjó­fram­leiðslu­vél­arn­ar eru keyrð­ar á full­um af­köst­um til að gera að­stæð­ur sem allra best­ar á Akur­eyri fyr­ir kom­andi helgi en byss­urn­ar fram­leiða um 630 þús­und rúm­metra af snjó á hverri klukku­stund. Kjör­að­stæð­ur fyr­ir vél­arn­ar eru um 10 stiga frost og því ættu að­stæð­urn­ar að verða mjög góð­ar um næstu helgi

Guð­mund­ur Karl Jóns­son, for­stöðu­mað­ur Hlíð­ar­fjalls, seg­ir mik­il- vægt að fram­leiða snjó til að bæta í þann nátt­úru­lega snjó sem fyr­ir er á svæð­inu. „Nú er bara ver­ið að stand­setja allt og gera allt klárt. Það er líka kom­inn kipp­ur í árskorta­söl­una hjá okk­ur. Marg­ir bíða eft­ir opn­un­inni,“seg­ir Guð­mund­ur Karl.

Ekki var út­lit­ið ákjós­an­legt fyr­ir skíða­ið­k­end­ur fyr­ir viku því þá var af­ar lít­ið af snjó á Norð­ur­landi eft­ir góða tíð í nóv­em­ber. Nú hins veg­ar kæt­ast áhuga­menn um þess­ar vetr­arí­þrótt­ir allsn­ar­lega.

„Byss­urn­ar hjá okk­ur eru að af­kasta nú um 633 þús­und rúm­metr­um á klukku­tíma. Þær hafa margsann­að gildi sitt og lengja tíma­bil­ið okk­ar tölu­vert,“seg­ir Guð­mund­ur Karl.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/AUÐUNN

Hjól­in eru far­in snú­ast aft­ur í Hlíð­ar­fjalli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.