Dubb­að­ur upp

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ólöf Skafta­dótt­ir [email protected]­bla­did.is

Lág­kúru­legu fylli­rís­rausi sex þing­manna sem tek­ið var upp á barn­um Klaustri hef­ur nú ver­ið vís­að í kerf­is­far­veg í þing­inu. Siðanefnd ætl­ar sér að af­greiða er­ind­ið fljótt. Ekki er ljóst hverju það bæt­ir við það sem al­menn­ing­ur veit nú þeg­ar, sem hef­ur heyrt eða les­ið um sam­töl­in og sit­ur eft­ir með óbragð í munni, en ein­hverra að­gerða er þörf til að gera starfs­and­ann á þing­inu bæri­legri. Þó ekki sé nema að búa til ferla ef sam­bæri­legt mál skyldi koma upp síð­ar.

Við­fangs­efn­ið er flók­ið. Vita­skuld áttu sam­töl um póli­tísk hrossa­kaup og kven­fyr­ir­litn­ingu er­indi við al­menn­ing, þótt það sé erfitt til þess að hugsa að menn geti átt von á því að sam­töl þeirra séu tek­in upp án þeirra vit­und­ar.

En upp­tök­ur af þessu tagi eru hluti af breytt­um heimi og senni­lega mun­um við sjá fleiri slík­ar á næst­unni líkt og við þekkj­um frá út­lönd­um. Það breyt­ir ekki því, að fyr­ir vik­ið eiga marg­ir nú um sárt að binda, einkum þær kon­ur sem lentu í skotlínu byssukjaft­anna á Klaustri.

Subbutal­ið á barn­um er fyrst og síð­ast fá­tæk­legt. Það hef­ur minnst að gera með þá sem urðu fyr­ir barð­inu á þing­mönn­un­um. Tal af þessu tagi af­hjúp­ar minni­mátt­ar­kennd þeirra sem hafa orð­ið.

Ut­an­rík­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi, Gunn­ar Bragi Sveins­son, gekk lengst, ásamt Berg­þóri Óla­syni. Gunn­ar Bragi var í ráð­herra­tíð sinni dubb­að­ur upp í hlut­verk sem boð­beri jafn­rétt­is – sér­stak­ur tals­mað­ur átaka á borð við Bar­ber Shop og #HeForShe. Hlut­verk sem virð­ist með engu móti eiga skír­skot­un í hans eig­in hug­ar­heimi. Hann virð­ist hafa ver­ið strengja­brúða emb­ætt­is­manna sem lögðu hon­um í hend­ur texta sem hann ann­að­hvort skildi ekki eða hafn­aði, þrátt fyr­ir leik­þætt­ina.

Krafa um af­sögn þessa fólks heyr­ist nú víða, með­al ann­ars á þing­inu. Sum­ir þing­menn ganga of langt í þeim efn­um og reyna að upp­hefja sjálfa sig á kostn­að þeirra þing­manna sem höfðu sig mest í frammi á Klaustri. Það er ódýrt, þrátt fyr­ir sær­ind­in. Aðr­ir eru eðli­lega sár­ir og hissa á koll­eg­um sín­um. Það eru senni­lega heil­brigð­ari við­brögð. Gamla sag­an, úlf­ur, úlf­ur, á það til að drepa al­vöru mál­um á dreif. Kröf­ur um af­sögn hljóma þessi miss­er­in eins og sí­bylja. Stund­um eru til­efni, líkt og raun­in er nú, en oft­ar eng­in.

Auð­vit­að hlýt­ur sex­menn­ing­un­um að líða illa með gjörð­ir sín­ar og orð­færi. Án efa er þetta fólk sem vill láta gott af sér leiða og tel­ur sig eiga er­indi í stjórnmál. Því varð á. Ábyrgð­in er þess.

Hins veg­ar rek­ur eng­inn þing­mann úr starfi, þvert á það sem sum­ir virð­ast halda, nema kjós­end­ur á fjög­urra ára fresti. Sjálf­ir geta þing­menn­irn­ir þó hugs­að sér til hreyf­ings. Þar þurfa þeir að svara eig­in sam­visku.

Gunn­ar Bragi var í ráð­herra­tíð sinni dubb­að­ur upp í hlut­verk sem boð­beri jafn­rétt­is – sér­stak­ur tals­mað­ur átaka á borð við Bar­ber Shop og #HeForShe. Hlut­verk sem virð­ist með engu móti eiga skír­skot­un í hans eig­in hug­ar­heimi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.