Eru mjög áhuga­söm um að bæta Íslandi við mótaröð­ina

For­ráða­menn Evr­ópu­mótarað­ar­inn­ar komust ekki til Ís­lands til að taka út að­stæð­ur en til stend­ur að funda með Golf­sam­bandi Ís­lands á nýju ári. For­seti GSÍ seg­ir að stefn­an sé enn að halda mót af slíkri stærð­ar­gráðu á Íslandi.

Fréttablaðið - - SPORT - krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Ekk­ert varð úr fundi Golf­sam­bands Ís­lands með móta­nefnd Evr­ópu­mótarað­ar­inn­ar í kvenna­flokki sem átti að fara fram í haust en það stend­ur enn til að nefnd­in komi til Ís­lands. Fresta þurfti fund­in­um en báð­ir að­il­ar hafa enn áhuga á að hér fari fram mót á Evr­ópu­mótaröð­inni, næst­sterk­ustu mótaröð heims, á næstu ár­um.

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr Golf­klúbbn­um Leyni, hef­ur keppt á Evr­ópu­mótaröð­inni und­an­far­in tvö ár með góð­um ár­angri og er með full­an þátt­töku­rétt á næsta ári. Hún er þriðji ís­lenski kylf­ing­ur­inn sem hef­ur öðl­ast þátt­töku­rétt á þess­ari mótaröð á eft­ir Ólafíu Þór­unni Krist­ins­dótt­ur, GR, og Ólöfu Maríu Jóns­dótt­ur úr Keili.

Þá mun Guð­rún Brá Björg­vins­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr Golf­klúbbn­um Leyni, reyna að kom­ast inn á mótaröð­ina á loka­úr­töku­mót­inu í Marokkó í næstu viku. Guð­rún Brá keppti á þessu ári á Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu, næst­sterk­ustu mótaröð Evr­ópu.

Við­ræð­ur um að mót yrði hald­ið hér á landi hóf­ust á síð­asta ári. Ljóst er að huga þarf að ýmsu áð­ur en slíkt mót yrði hald­ið hér á landi en Hauk­ur Örn Birg­is­son, for­seti Golf­sam­bands Ís­lands, ræddi við for­ráða­mann móta­nefnd­ar Evr­ópu­mótarað­ar­inn­ar á árs­þingi evr­ópska golf­sam­bands­ins á dög­un­um.

„Við hitt­umst, ég og fram­kvæmda­stjóri móta­nefnd­ar Evr­ópu­mótarað­ar­inn­ar, á Möltu á árs­þingi evr­ópska golf­sam­bands­ins. Þetta var ekki form­leg­ur fund­ur en við sett­umst nið­ur og rædd­um þessi mál. Ég bauð þau vel­kom­in hing­að til lands til að taka þetta á form­legra stig við­ræðna. Þau ætl­uðu að koma und­ir lok sum­ars eða í haust en komust því mið­ur ekki.“

Hauk­ur seg­ist finna fyr­ir mikl­um

áhuga frá mótaröð­inni enda fóru átta mót af fimmtán á ný­af­stöðnu tíma­bili fram ut­an Evr­ópu.

„Þau eru alltaf að leita að nýj­um lönd­um til að halda mót í og kylf­ing­arn­ir okk­ar eins og Val­dís Þóra hafa vak­ið mikla at­hygli. Vanda­mál þeirra er að mótaröð­in fer að stór­um hluta fram ut­an Evr­ópu sem reyn­ist kylf­ing­um erfitt. Það er dýrt fyr­ir evr­ópsku kylf­ing­ana. Þeir eru því að leita að fleiri lönd­um til að halda mót­in í og það ætti ekk­ert að vera því til fyr­ir­stöðu að við höld­um mót,“sagði Hauk­ur og bætti við: „Ef við er­um til­bú­in að halda slíkt mót þá verð­ur mót hérna. Ég tel það nokk­uð víst að mál­ið myndi ekki stranda á þeim.“

Stærsta hindr­un­in verð­ur að finna fjár­festa sem eru til­bún­ir að

leggja til pen­inga en Hauk­ur seg­ir að slík­ar um­ræð­ur fari ekki af stað fyrr en bú­ið verð­ur að taka ákvörð­un.

„Þetta er verk­efni sem þyrfti helst tveggja, þriggja ára fyr­ir­vara. Það er eng­inn bú­inn að hafa sam­band og lýsa yf­ir áhuga enda er­um við ekk­ert beint að leita þessa dag­ana. Þetta er ekki kom­ið á það stig en stærsti þrösk­uld­ur­inn verð­ur að finna sam­starfs­að­ila,“sagði Hauk­ur.

„Það kost­ar tals­verða pen­inga að halda slíkt mót og það eru ekki mörg ís­lensk fyr­ir­tæki sem eru af þeirri stærð­ar­gráðu að ráða við þetta. Aug­lýs­inga­gild­ið er að stór­um hluta á al­þjóð­leg­um mark­aði sem úti­lok­ar mörg fyr­ir­tæki en þetta gæti auð­veld­lega tengst al­mennri land­kynn­ingu fyr­ir Ís­land.“

Ég bauð móta­nefnd­ina vel­komna til Ís­lands til að taka við­ræð­urn­ar á form­legt stig.

Hauk­ur Örn Birg­is­son, for­seti GSÍ

LET/TRISTAN JONES

Skaga­mær­in Val­dís Þóra jafn­aði besta ár­ang­ur sinn og þann besta sem ís­lensk­ur kylf­ing­ur hef­ur náð á Evr­ópu­mótaröð­inni þeg­ar hún hafn­aði í 3. sæti í Bon­ville í Ástr­al­íu í byrj­un þessa árs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.