Manchester United með þétt tak á Ar­senal

Fréttablaðið - - SPORT - – hó

Ar­senal heim­sæk­ir Manchester United á Old Trafford í 15. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu karla í kvöld. Ar­senal hef­ur ekki sótt gull í greip­ar Manchester United á Old Trafford síð­an ár­ið 2006, en lið­inu hef­ur ekki tek­ist að sækja sig­ur á þann völl í síð­ustu ell­efu deild­ar­leikj­um lið­anna. Átta af þess­um ell­efu leikj­um hafa end­að með sigri Manchester United og þrisvar sinn­um hafa lið­in gert jafn­tefli.

Ar­senal tókst reynd­ar að slá Manchester United út úr ensku bik­ar­keppn­inni ár­ið 2015 með sigri þeg­ar lið­in mætt­ust á Old Trafford í átta liða úr­slit­um keppn­inn­ar. Þetta verð­ur í fyrsta skipti síð­an ár­ið 1986 sem hvorki Sir Al­ex Fergu­son né Ar­sene Wenger verða á hlið­ar­lín­unni, en ann­ar þeirra eða báð­ir hafa ver­ið í brúnni í síð­ustu 86 leikj­um lið­anna í öll­um keppn­um.

Nú er José Mour­in­ho við stjórn­völ­inn hjá Manchester United og þarf nauð­syn­lega á sigri að halda til þess að bæta fyr­ir svekkj­andi jafn­tefli gegn Sout­hampt­on í síð­ustu um­ferð deild­ar­inn­ar. Unai Emery hef­ur kom­ið með ferska vinda á Emira­tes síð­an hann tók við stjórn­artaum­un­um þar af Wenger í sum­ar. Læri­svein­ar hans mæta til leiks í kvöld með mik­ið sjálfs­traust eft­ir sig­ur á ná­grann­an­um og erkifjand­an­um Totten­ham Hot­sp­ur um helg­ina.

Manchester United hef­ur ekki tek­ist að sigra í síð­ustu þrem­ur deild­ar­leikj­um sín­um, en það er í fyrsta skipti í um það bil ár sem slíkt ger­ist. Lið­inu hef­ur hins veg­ar geng­ið ágæt­lega á heima­velli, en eina tap Manchester United þar er 3-0 tap liðs­ins fyr­ir Totten­ham. Fyr­ir um­ferð­ina hef­ur Manchester United feng­ið á sig 23 mörk í deild­inni, en ekk­ert lið fyr­ir ut­an fimm neðstu lið deild­ar­inn­ar hef­ur feng­ið fleiri mörk á sig.

Jó­hann Berg Guð­munds­son og sam­herj­ar hans hjá Burnley, sem eru í harðri fall­bar­áttu, fá Li­verpool sem er í elt­inga­leik við Manchester City við topp deild­ar­inn­ar í heim­sókn á Turf Moor.

Gylfi Þór Sig­urðs­son og liðs­fé­lag­ar hans hjá Evert­on sem þurfa á sigri að halda í bar­átt­unni um sæti í Evr­ópu­deild­inni á næstu leiktíð etja kappi við Newcastle United.

NORDICPHOTOS/GETTY

Sead Kolas­inac hlust­ar á leið­bein­ing­ar Unai Emery, knatt­spyrn­u­stjóra Ar­senal, á æf­ingu liðs­ins. Lið­ið býr sig und­ir leik gegn Man.United.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.