Garð­ur­inn stand­sett­ur á und­an bað­her­berg­inu

Tíma­rit­ið Sumar­hús­ið og garð­ur­inn hef­ur glatt þjóð­ina í 25 ár. Hjón­in Auð­ur Ottesen garð­yrkju­fræð­ing­ur og Páll Jök­ull Pét­urs­son ljós­mynd­ari hafa lengst af helg­að því krafta sína. Nú sér Auð­ur að mestu um út­gáf­una en hún þvæl­ir Páli þó í mynda­tök­ur.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Auð­ur Ottesen er á yf­ir­reið um höf­uð­stað­inn með nýj­asta tölu­blað af tíma­rit­inu Sumar­hús­ið og garð­ur­inn í fartesk­inu. Það er að­ventu­blað, fullt af flottu efni, enda er það við hæfi í lok stóraf­mælis­árs. Auð­ur býr á Sel­fossi, ásamt manni sín­um, Páli Jökli Pét­urs­syni, og kveðst hlakka til að dreifa blað­inu í búð­ir í upp­sveit­um Ár­nes­sýslu. „Það er svo nota­legt, al­ger lúx­us,“seg­ir hún en still­ir sig al­veg um að segja nokk­uð nei­kvætt um bílakr­aðakið í borg­inni.

Þótt blað­ið henn­ar Auð­ar heiti Sumar­hús­ið og garð­ur­inn þá kem­ur það sem sagt út á öll­um árs­tím­um, fjór­um sinn­um á ári. „Efn­ið er ekki bara um sum­ar­hús og garða, það höfð­ar líka til al­mennra hús­byggj­enda, um­hverf­issinna, þeirra sem elska að fara úr þétt­býl­inu út á land og bara njóta nátt­úr­unn­ar hvar sem er í heim­in­um. Auk þess er handa­vinna og fönd­ur. Þetta er lífs­stíls­blað,“út­skýr­ir Auð­ur og get­ur þess einnig að þrett­án bæk­ur hafi kom­ið út á veg­um blaðs­ins.

Sumar­hús­ið og garð­ur­inn er bæði selt í lausa­sölu og áskrift. „Ég er með á þriðja þús­und áskrif­end­ur núna, það varð smá kreppu­dans eft­ir hrun­ið, en tryggð­in er til stað­ar hjá fólki og því þyk­ir vænt um blað­ið. Ef okk­ur verð­ur á, sem er orð­ið sjald­gæfara en áð­ur því ég er með svo góð­an próf­arka­les­ara, þá er bara hringt í mig og ég beð­in að fara rétt með máls­hætt­ina okk­ar og ís­lensk­una yf­ir­leitt. Póli­tísk mál hafa líka far­ið fyr­ir brjóst­ið

Ef okk­ur verð­ur á, sem er orð­ið sjald­gæfara en áð­ur því ég er með svo góð­an próf­arka­les­ara, þá er bara hringt í mig og ég beð­in að fara rétt með máls­hætt­ina okk­ar og ís­lensk­una yf­ir­leitt.

á fólki, til dæm­is þeg­ar skrif­að var vina­lega um refi og um hvali sem sýn­ing­ar­dýr. Þá feng­um við upp­sagn­ir frá fólki sem vildi ekki sjá svona í blað­inu sínu. Við eig­um þetta blað sko ekki ein.“

Auð­ur rek­ur upp­haf út­gáf­unn­ar til Þór­ar­ins Leifs­son­ar rit­höf­und­ar sem byrj­aði 1993 að gefa út dreifi­blað í dag­blaðs­formi und­ir þessu heiti. Það kom út í tvö sum­ur með grein­um og aug­lýs­ing­um. Þá keypti Páll blað­ið og fékk ann­an mann til liðs við sig. „Svo kynnt­ist Palli þess­ari garð­yrkju­stelpu úr Hvera­gerði og ég kom inn í út­gáf­una með hon­um 1997, þá breytt­um við form­inu og skellt­um því svo í áskrift ár­ið 2000,“lýs­ir hún og held­ur áfram. „En nú er Palli dá­lít­ið hlaup­inn frá verk­inu, var svo út­sjón­ar­sam­ur að koma blað­inu yf­ir á mig og stofna sjálf­ur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Um­brot­ið er far­ið ann­að en ég píni hann að­eins í að taka mynd­ir.“

Á Sel­fossi keyptu Auð­ur og Páll stórt hús með stór­um garði fyr­ir sjö ár­um. Auð­ur rifjar upp að þótt hús­ið þyrfti mik­illa lag­fær­inga við, enda bú­ið að glíma við jarð­skjálfta, þá hafi áhersl­an strax ver­ið á garð­inn. „Það fyrsta sem fór nið­ur var kirsu­berja­tré. Garð­ur­inn var stand­sett­ur á und­an bað­her­berg­inu.“Fór­uð þið bara bak við tréð og gerð­uð þarf­ir ykk­ar, spyr ég og úr verð­ur mik­ill hlát­ur. „Já, svona er­um við vist­væn,“svar­ar Auð­ur. Hús­ið var svo­lít­ið op­ið sár til að byrja með en við byrj­uð­um strax að halda sum­ar­há­tíð­ir þar og í garð­in­um fyr­ir áskrif­end­ur og aðra vini okk­ar og þar hafa ver­ið að mæta 500 til 1.000 manns. Svo er ég með op­ið hús einu sinni á vor­in og nota garð­inn fyr­ir sýn­ing­ar og nám­skeið á ýms­um árs­tím­um.“

Auð­ur er ið­andi af áhuga og upp­full af hug­mynd­um fyr­ir blað­ið. Nú er hún ný­kom­in frá Kína með þús­und­ir mynda. „Það er mik­il­vægt að vera alltaf með eitt­hvað sem fólk hef­ur ekki kynnst áð­ur og reyna sí­fellt að toppa sig.“Hún kveðst al­deil­is ekki vera ein með blað­ið. „Við höf­um alltaf haft penna nema að­eins kring­um krepp­una, þá rif­uð­um við segl­in. Snæfríð­ur Inga­dótt­ur hef­ur skrif­að heil­mik­ið. Mér finnst ég vera með lands­lið­ið í kring­um mig, til dæm­is í um­broti. Ég er með þjóð­fræð­ing, sér­fræð­ing í yl­rækt, lands­lags­arki­tekt, flott fag­fólk og góða penna úr ýms­um átt­um. Efn­ið er svo víð­feð­mt. Ef ég er með of mik­ið um sum­ar­hús, fæ ég að heyra það – og öf­ugt. Ég má ekk­ert hvað sem er!“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Auð­ur Ottesen hef­ur, ásamt Páli Jökli Pét­urs­syni, séð um tíma­rit­ið Sumar­hús­ið og garð­inn í ald­ar­fjórð­ung.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.