Sjá fram á betri tíma eft­ir mög­ur ár

Rekst­ur Cinta­mani hef­ur geng­ið erf­ið­lega und­an­far­in tvö ár. Fé­lag­ið hef­ur tví­veg­is ver­ið sett í sölu­ferli en til­boð­um var hafn­að. Dagný Guð­munds­dótt­ir tók því ný­ver­ið aft­ur við rekstri fatafram­leið­and­ans og hef­ur ráð­ist í um­tals­verð­ar breyt­ing­ar á rekstri

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - Helgi Víf­ill Júlí­us­son helgi­vif­[email protected]­bla­did.is

Rekst­ur Cinta­mani hef­ur ver­ið erf­ið­ur síð­ustu tvö ár. Dagný Guð­munds­dótt­ir tók aft­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra fatafram­leið­and­ans í sept­em­ber og réðst um leið í um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar. Hún seg­ir að strax sé orð­inn tölu­verð­ur við­snún­ing­ur í rekstr­in­um. Hluta­fé Cinta­mani var auk­ið um 300 millj­ón­ir króna. 8-9

Við er­um ákaf­lega bjart­sýn á rekst­ur Cinta­mani á nýju ári. Vöru­lín­an er glæsi­leg og mik­il til­tekt hef­ur átt sér stað í rekstr­in­um,“seg­ir Dagný Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. „Rekst­ur­inn hef­ur ekki geng­ið sem skyldi síð­ustu tvö ár. Ég var því feng­in til að taka við kefl­inu aft­ur í sept­em­ber en ég hafði stýrt fé­lag­inu á ár­un­um 2010 til 2013 og þekkti því vel til. Það hef­ur ver­ið lögð mik­il vinna í að fara of­an í saum­ana á öllu sem við kem­ur rekstr­in­um og finna hvað mætti bet­ur fara. Við höf­um ráð­ist í um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á und­an­förn­um tveim­ur mán­uð­um og það er strax orð­inn tölu­verð­ur við­snún­ing­ur í rekstr­in­um. Hlut­haf­ar Cinta­mani lögðu fyr­ir­tæk­inu til 300 millj­ón­ir króna í auk­ið hluta­fé og því var hægt ljúka við vöru­lín­una fyr­ir jól­in og panta vör­ur.“

Því mið­ur hafa erf­ið­leik­ar í rekstr­in­um gert það að verk­um að nýju vör­urn­ar koma ekki í versl­an­ir fyrr en 15. des­em­ber. „Það er ansi seint, það verð­ur að við­ur­kenn­ast, en von­andi sýna við­skipta­vin­ir okk­ur þol­in­mæði,“seg­ir Dagný. Nóv­em­ber og des­em­ber eru að henn­ar sögn stærstu mán­uð­ir árs­ins í söl­unni. Það skipti því miklu máli að jóla­sal­an gangi vel.

Skáru nið­ur fast­an kostn­að

Dagný seg­ir að á með­al um­bóta sem far­ið var í hafi ver­ið að skapa heild­ar­út­lit á vöru­fram­boð­ið, skipu lags- og ferla­breyt­ing­ar, vör­ur séu nú pant­að­ar með öðr­um hætti, önn­ur nálg­un sé í mark­aðs­setn­ingu auk nið­ur­skurð­ar. „Fá­um starfs­mönn­um var sagt upp í nið­ur­skurð­in­um. Hann laut einkum að því að skera nið­ur fast­an kostn­að. Kostn­að­ur við hönn­un á það til að fara úr bönd­un­um ef ekki er fylgst grannt með hon­um og er nú lögð áhersla á eft­ir­lit með hon­um. Cinta­mani er ekki stórt fyr­ir­tæki, á skrif­stof­unni vinna ein­ung­is níu starfs­menn, og því þarf að gæta þess að rekstr­ar­kostn­að­ur fari ekki úr bönd­um.“

Cinta­mani var rek­ið með 127 millj­óna króna tapi í fyrra og dróg­ust tekj­ur, sem námu 757 millj­ón­um króna, sam­an um 20 pró­sent. Dagný seg­ir að nið­ur­stað­an

Á með­an tvær millj­ón­ir út­lend­inga koma til okk­ar er­um við ekki að hugsa okk­ur til hreyf­ings.

í ár verði með svip­uð­um hætti. Tekju­sam­drátt­inn rek­ur hún til vöru­skorts því fyr­ir­tæk­ið hafi átt erfitt með að fjár­magna pant­an­ir – en eins og fram hef­ur kom­ið hef­ur sá vandi ver­ið leyst­ur með auknu hluta­fé – og vax­andi rekstr­ar­kostn­að­ur hafi átt sinn þátt í tap­inu. „Það hef­ur einnig háð fyr­ir­tæk­inu að það var sett í sölu­ferli um síð­ustu jól og svo aft­ur ný­ver­ið en til­boði fjár­festa var hafn­að. Á þeim tíma var ef­laust ekki næg­ur fókus á rekstr­in­um,“seg­ir hún.

Krist­inn Már Gunn­ars­son, kaup­sýslu­mað­ur í Þýskalandi, gekk í hlut­hafa­hóp Cinta­mani ár­ið 2009 og á nú 70 pró­senta hlut á móti fram­taks­sjóðn­um Frum­taki sem keypti í fé­lag­inu ár­ið 2013.

Krón­an kall­ar á spá­kaup­mennsku

Hef­ur krón­an leik­ið ykk­ur grátt? „Það er erfitt að vera í inn­flutn­ingi þeg­ar kostn­að­ar­verð vör­unn­ar hækk­ar frá því að ákvörð­un­in um að fram­leiða hana er tek­in og þang­að til hún kem­ur í hús. All­ir sem stunda viðskipti við út­lönd stunda spá­kaup­mennsku. Það er ekki eðli­legt.“Hvers vegna var fyr­ir­tæk­ið sett í sölu­ferli í ár?

„Það er nú einu sinni þannig að flest er til sölu fyr­ir rétt verð. Cinta­mani er þekkt vörumerki á Íslandi og marg­ir sem bera sterk­ar taug­ar til þess. Ég held að marg­ir sjái mögu­leika í fyr­ir­tæk­inu.“Hvað get­ur þú sagt okk­ur um Cinta­mani?

„Við hönn­um föt fyr­ir fólk sem vill koma út að leika. Við er­um rót­gró­ið ís­lenskt fyr­ir­tæki, stofn­að 1989 og verð­um 30 ára á næsta ári. Við er­um með mik­ið úr­val af al­menn­um út­vistarfatn­aði, til dæm­is fyr­ir hlaup­ara, hjól­reiða­fólk og göngugarpa. Það er allra veðra von á Íslandi og við bjóð­um því jafn­framt upp á flík­ur fyr­ir þá sem vilja vera smart á leið í og úr vinnu án þess að krókna úr kulda. Við bjóð­um einnig upp á vör­ur fyr­ir þá sem taka út­vist­ina alla leið og stefna

á að klífa Mount Ev­erest,“seg­ir hún og nefn­ir að nafn­ið Cinta­mani komi úr Himalaja­fjöll­un­um og merki óska­steinn.

„Úti­vist er ört stækk­andi á Íslandi, það virð­ist vera mun meiri vakn­ing um heilsu og hreyf­ingu með hverju ár­inu, Cinta­mani-fatn­að­ur­inn hent­ar í alla úti­vist og við fylgj­umst vel með þró­un og þörf­um við­skipta­vina okk­ar. Það er líka mik­il með­vit­und um gæði og end­ingu. Vaxt­ar­tæki­fær­in liggja ekki síst í að höfða til fólks sem vill kaupa gæðaflík­ur sem end­ast og vinna þannig gegn sóun.“

25 pró­sent tekna frá ferða­mönn­um

Hvernig er skipt­ing tekna hjá Cinta­mani, þ.e. versl­un, heild­sala og net­versl­un?

„ Stærst­ur hluti tekna okk­ar kem­ur úr okk­ar eig­in búð­um. Sala til fyr­ir­tækja er einnig mik­il­væg stoð og einnig heild­sal­an,“seg­ir Dagný og nefn­ir að 25 pró­sent af tekj­um fyr­ir­tæk­is­ins megi rekja til ferða­manna.

Horf­ið þið til út­flutn­ings í meiri mæli?

„Nei. Við er­um ekki að stefna á er­lend­an mark­að á næstu tveim­ur ár­um, nema þá bara með net­versl­un. Á með­an tvær millj­ón­ir út­lend­inga koma til okk­ar er­um við ekki að hugsa okk­ur til hreyf­ings,“seg­ir hún. Fé­lag­ið er með end­ur­sölu­að­ila í Nor­egi, Þýskalandi og Aust­ur­ríki.

Haf­ið þið fund­ið fyr­ir breyttu neyslu­mynstri ferða­manna í kjöl­far sterk­ara geng­is krónu?

„Já, við sjá­um minnk­andi versl­un í hlut­falli við sterk­ari krónu. Er það ekki þannig með okk­ur þeg­ar við för­um til út­landa að við ætl­um

okk­ur að eyða ákveð­ið miklu. Ef við fá­um minna fyr­ir pen­ing­inn þá kaup­um við bara minna. Ákveðn­ir ferða­menn leita að ódýr­ari vöru og outlet-um. Að vísu hef­ur krón­an veikst tals­vert und­an­far­ið þannig að við sjá­um til hvernig jól­in verða.“

Hverj­ar eru helstu áskor­an­irn­ar núna í rekstr­in­um ann­ars veg­ar og hins veg­ar í fram­leiðslu?

„Það er mik­il áskor­un að vera í eig­in fram­leiðslu, það tek­ur tíma að hanna, gæða­prófa og setja svo á mark­að. Svo það er vanda­samt að velja vel. Það er líka geysi­leg fjár­bind­ing í eig­in fram­leiðslu. Það er áskor­un að hafa gjald­mið­il sem flökt­ir mik­ið og mér finnst um­ræð­an um kjara­mál­in ekki í góð­um far­vegi.“

Þurf­ið þið að upp­færa vöru­lín­una oft?

„Okk­ar fatn­að­ur lif­ir sem bet­ur fer mun leng­ur en hjá tísku­versl­un­um sem eru alltaf að bjóða upp á ný og ný föt. Cinta­mani hef­ur til að mynda boð­ið upp á skel sem er klass­ísk flík frá ár­inu 2010. Um leið og jakk­inn sem ber nafn­ið Tinna selst upp í ein­hverj­um lit mynd­ast bið­list­ar. Flík­in hef­ur að sjálf­sögðu ver­ið upp­færð efn­is­lega og tækni­lega á þess­um tíma.“

Kall­ar á meiri út­sjón­ar­semi í mark­aðs­mál­um

Þú nefnd­ir að þið breytt­uð mark­aðs­setn­ing­unni. Hvernig breytt­uð þið henni?

„Lands­lag­ið í fjöl­miðl­um og birt­ing­um hef­ur tek­ið stakka­skipt­um. Af þeim sök­um höf­um við graf­ið dýpra til ná til mark­hóp­anna. Ár­ið 2010 hugs­uð­um við stórt og vild­um ná til allra Ís­lend­inga. Á þeim tíma var kannski keypt heil­síðu­aug­lýs­ing í Frétta­blað­inu og þá höfð­um við stað­ið okk­ar plikt í mark­aðs­mál­um þá vik­una. Nú er lands­lag­ið ger­breytt og það þarf að sýna meiri út­sjón­ar­semi. Það þarf til dæm­is að vera áber­andi á sam­fé­lags­miðl­um, með­al ann­ars í sam­starfi við áhrifa­valda. Mark­aðs­kostn­að­ur­inn verð­ur ekki meiri fyr­ir vik­ið en hann verð­ur með öðr­um hætti.“

Fram­leiða mest í Lit­há­en

Hvar eru Cinta­mani-flík­urn­ar fram­leidd­ar?

„Við fram­leið­um mest í Lit­há­en, en einnig í Sví­þjóð, Kína og Lit­há­en og á Íslandi. Það er nefni­lega mis­jafnt í hverju verk­smiðj­urn­ar eru best­ar. Við höf­um átt í

sam­starfi við þrjá stærstu fram­leið­end­urna í meira en 15 ár og hitt­um þá reglu­lega. Það er gam­an að sjá hvað þess­ar verk­smiðj­ur eru orðn­ar tækni­leg­ar og hvað manns­hönd­in kem­ur lít­ið að sauma­vinn­unni sjálfri.“

Við er­um ekki að stefna á er­lend­an mark­að á næstu tveim­ur ár­um, nema þá bara með net­versl­un.

Í ljósi þess að þið er­uð ein­ung­is með tvo fata­hönn­uði, er það stór ákvörð­un að ráða hönn­uð? Get­ur hann haft af­drifa­rík áhrif á hönn­un­ina?

„Það er vissu­lega stór ákvörð­un. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur hins veg­ar mark­að sér hönn­un­ar­stefnu sem hönn­uð­irn­ir vinna eft­ir. Sú stefna er mót­uð út frá mark­hóp­um okk­ar, með­al ann­ars með að­stoð frá rýni­hóp­um. En hönn­uð­ir koma með sína þekk­ingu og reynslu sem er virki­lega verð­mætt.“

Net­versl­un veit­ir upp­lýs­ing­ar Mun vef­versl­un verða meiri í fram­tíð­inni í úti­vistarfatn­aði?

„Net­versl­un fer ört stækk­andi alls stað­ar í heim­in­um. Á Íslandi hef­ur hún ekki stækk­að jafn ört en það mun ger­ast. Net­versl­un­in gegn­ir líka mik­il­vægu upp­lýs­inga­hlut­verki. Kaup­hegð­un fólks er að breyt­ast og nú skoð­ar fólk meira og ber sam­an gæði. Við eig­um eft­ir að njóta góðs af því.”

FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON

Dagný Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Cinta­mani, seg­ir að um 25 pró­sent tekna fyr­ir­tæk­is­ins megi rekja til ferða­manna.

Dagný seg­ir að úti­vist sé ört stækk­andi á Íslandi. „Það virð­ist vera mun meiri vakn­ing um heilsu og hreyf­ingu með hverju ár­inu.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.