500

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - – hvj

Festi hef­ur sagt upp 36 starfs­mönn­um í 30 stöðu­gild­um í tengsl­um við samruna N1 og Krón­unn­ar og fleiri fé­laga. Flest­ir þeirra störf­uðu í höf­uð­stöðv­um fé­lags­ins í stoð­deild­um. Um er að ræða hluta af hag­ræð­ing­ar­að­gerð­um sem fylgja samrun­an­um. Þetta seg­ir Eg­gert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali við Mark­að­inn.

Í októ­ber tók Festi upp nýtt skipu­lag í kjöl­far samruna fyrr­nefndra fé­laga. Á með­al starfa sem var ofauk­ið við samrun­ann var eitt stöðu­gildi for­stjóra og ann­að stöðu­gildi fjár­mála­stjóra. Auk þess var fækk­að um tíu stöðu­gildi á fjár­mála­sviði. Enn frem­ur var hagrætt í mannauðs­deild og tölvu­rekstri. „Við höf­um ekki fækk­að fólki í versl­un­um eða á bens­ín­stöðv­um held­ur í stoð­ein­ing­um,“seg­ir Eg­gert Þór.

Hann seg­ir að upp­sagn­irn­ar teng­ist ekki að­stæð­um í efna­hags­líf­inu. Staða efna­hags­mála sé nokk­uð góð ef kjara­samn­ing­ar sem nást verði skyn­sam­leg­ir. Þó að hag­vöxt­ur síð­ustu ára muni ekki halda áfram geri hann ekki ráð fyr­ir sam­drætti.

Eg­gert vek­ur hins veg­ar at­hygli á að laun hafi hækk­að hratt á und­an­gengn­um ár­um, við þær að­stæð­ur þurfi að grípa til hag­ræð­ing­ar­að­gerða eins og upp­sagna sem séu sárs­auka­full­ar fyr­ir alla sem komi að mál­um. Festi hafi til að mynda tek­ið ró­bóta í sína þjón­ustu á fjár­mála­svið­inu sem sinni ýms­um

Við höf­um ekki fækk­að fólki í versl­un­um eða á bens­ín­stöðv­um held­ur í stoð­ein­ing­um.

Eg­gert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri Fest­ar

til 600 millj­ón­ir króna munu spar­ast að mati stjórn­enda Fest­ar vegna sam­legðaráhri­fa af samrun­an­um

af­stemm­ing­um og lesi reikn­inga.

Hann vek­ur at­hygli á að We­bergrill kosti það sama í El­ko, sem er í eigu Fest­ar, og á We­ber.com um þess­ar mund­ir. En er­lendi keppi­naut­ur­inn glími ekki við jafn mikl­ar launa­hækk­an­ir og ís­lenska versl­un­in. Það sé erfitt að hækka verð­lag í takt við launa­hækk­an­ir enda hafi mat­arkarf­an, kaup á raf­tækj­um og eldsneyti far­ið minnk­andi sem hlut­fall af laun­um.

N1 keypti hluta­fé Fest­ar á ríf­lega 23,7 millj­arð­ar króna en nettó vaxta­ber­andi skuld­ir Fest­ar voru um 14,3 millj­arð­ar við lok síð­asta rekstr­ar­árs. Í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar hef­ur ver­ið upp­lýst að gert ráð sé fyr­ir að sam­legðaráhri­f af kaup­um, sem Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið sam­þykkti gegn skil­yrð­um, verði á bil­inu 500 til 600 millj­ón­ir og muni koma fram á næstu tólf til 18 mán­uð­um.

Á með­al einka­fjár­festa í Festi er Helga­fell, sem stýrt er af Jóni Sig­urðs­syni, með tvö pró­sent hlut og Brekka Retail, sem leitt er af Þórði Má Jó­hanns­syni, með 1,6 pró­senta hlut. Fyr­ir sam­ein­ingu átti Helga­fell í olíu­fé­lag­inu en Brekka Retail í mat­vöru­keðj­unni. Síð­ast­lið­inn mán­uð hef­ur gengi fé­lags­ins lækk­að um sjö pró­sent en lit­ið aft­ur um tvö ár hef­ur ávöxt­un­in ver­ið 20 pró­sent með arð­greiðslu í mars 2017.Úr­vals­vísi­tal­an hef­ur á sama tíma lækk­að um tíu

pró­sent.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.