Origo er efst í vit­und eft­ir níu mán­uði

Nýherji, for­veri Origo, náði ekki sama ár­angri í mæl­ing­um á und­an­förn­um ár­um. „Það sýndi sig því fljótt að sú ákvörð­un að breyta um nafn og skerpa fókus­inn heppn­að­ist,“seg­ir Gísli Þor­steins­son, mark­aðs­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. Sá fljótt að aug­lýs­ing­ar í sjónv

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - helgi­vif­[email protected]­bla­did.is

Origo er efst í vit­und hjá al­menn­ingi þeg­ar spurt er um upp­lýs­inga­tækni, sam­kvæmt mæl­ingu hjá Gallup. „Við höfð­um um nokk­urra ára skeið mælt Nýherja með sams kon­ar hætti en ekki náð sama ár­angri. Það sýndi sig því fljótt að sú ákvörð­un að breyta um nafn og skerpa fókus­inn heppn­að­ist,“seg­ir Gísli Þor­steins­son, mark­aðs­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. Origo varð til við sam­ein­ingu Nýherja, TM Software og App­licon í upp­hafi árs­ins.

Hann seg­ir að ný nálg­un hafi ver­ið far­in í ýms­um mark­aðs- og sölu­að­gerð­um í kjöl­far­ið að hul­unni var svipt af nafn­inu. „Við lögð­um til að mynda áherslu á teng­ing­una við upp­lýs­inga­tækni og juk­um veru­lega ásýnd okk­ar í ímynd­ar­sterk­um miðl­um eins og í sjón­varpi í kring­um kynn­ingu á nýja nafn­inu. Um leið unn­um við nýja birt­inga­stefnu fyr­ir fé­lag­ið og lausn­ir þess í sam­vinnu við Ennemm aug­lýs­inga­stofu.“

Fólk horf­ir enn á sjón­varp

„Ég hafði svona hæfi­lega mikl­ar vænt­ing­ar til þess að keyra aug­lýs­inga­efni í eins mikl­um mæli í sjón­varpi; stóð í þeirri mein­ingu að eng­inn horfði leng­ur á sjón­varp og all­ir væru bara á sam­fé­lags­miðl­um og á net­inu og var ekk­ert sér­stak­lega sann­færð­ur í upp­hafi. En ég sá fljót­lega að þessi nálg­un skil­aði ár­angri og í raun betri töl­um, þeg­ar við skoð­uð­um mæl­ing­ar, en ég þorði að vona.“

Gísli seg­ir að nýju vörumerki fylgi oft nýj­ar og fersk­ar áhersl­ur. „Við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga á fyr­ir­tæk­inu en gleym­um ekki rót­un­um og öllu því góða sem fé­lög­in þrjú bjuggu yf­ir. Við reynd­um að taka það með okk­ur um leið og við vild­um skapa nýj­an nýj­an tón og per­sónu­leika fyr­ir nýtt fé­lag,“seg­ir Gísli. Hann seg­ir að

þrátt fyr­ir að fé­lög­in þrjú, sem voru sam­ein­uð, væru á marg­an hátt ólík hefðu þau unn­ið lengi sam­an. Með­al ann­ars voru þau öll með sömu gild­in; sam­sterk, fag­djörf og þjón­ustu­fram­sýn.

„Vinn­an við sam­eig­in­leg gildi var í raun fyrsta skref­ið sem tek­ið var í nán­ari tengsl­um fé­lag­anna. Þau leggja með­al ann­ars áherslu á að starfs­fólk brjóti múr­ana og vinni þvert á ein­ing­ar og nýti sér­þekk­ingu á ólík­um svið­um til að skapa lausn­ir

fyr­ir við­skipta­vini. Um leið og auk­in áhersla var lögð á ný­sköp­un leggja gild­in auk­in­held­ur áherslu á traust, fag­mennsku, mik­il­vægi þjón­ustu og reyna að fara fram úr vænt­ing­um við­skipta­vina. Gild­in voru ákveð­ið sam­ein­ing­ar­tákn fyr­ir okk­ur öll og það auð­veld­aði alla vinnu við mörk­un­ina,“seg­ir hann.

Fyr­ir­tæk­in þrjú sem voru sam­ein­uð voru með nokk­uð ólíka fyr­ir­tækja­menn­ingu þótt þau væru öll skil­greind á sviði upp­lýs­inga­tækni.

„TM Software sér­hæfði sig í sta­f­ræn­um lausn­um og eig­in hug­bún­að­ar­gerð, App­licon lagði áherslu á við­skipta­lausn­ir ým­iss kon­ar og svo Nýherji sem var í raun á mörg­um víg­stöðv­um þó að upp­lýs­inga­tækni­hlut­inn væri sí­fellt stærri þátt­ur á þeim bæn­um. Nýherji var um leið lang­þekkt­asta vörumerk­ið og vit­und um það var hátt í 100 pró­sent með­al fólks. Það hafði um leið mikla teng­ingu við IBM og vél­bún­að, af sögu­leg­um ástæð­um þar sem Nýherji var áð­ur IBM á Íslandi.

Vél­bún­að­ur er áfram snar þátt­ur í starf­sem­inni en vægi hug­bún­að­ar og þjón­ustu hef­ur orð­ið sí­fellt meiri þátt­ur hjá fé­lög­un­um. Af þeim sök­um var mik­il­vægt að nýtt fé­lag skil­greindi sig sem al­hliða upp­lýs­inga­tækni­fé­lag sem legði jafna áherslu á hug­bún­að, vél­bún­að, þjón­ustu og ráð­gjöf. Nafn fé­lags­ins þurfti jafn­framt að end­ur­spegla lausna­fram­boð sam­stæð­unn­ar,“seg­ir hann.

Verk­efn­ið þurfti að „mar­in­er­ast“

Gísli seg­ir að ferl­ið hafi tek­ið hátt í átta mán­uði þar sem leit­að var til starfs­fólks, við­skipta­vina og sér­fræð­inga á sviði mörk­un­ar. „Við feng­um með­al ann­ars Frið­rik Lar­sen, doktor í mark­aðs­fræð­um, í lið með okk­ur sem reynd­ist okk­ur mjög vel og vann þétt við hlið okk­ar fram að því að nafn­ið var kynnt. Það var að mörgu að huga á þess­ari veg­ferð, bæði praktísk mál en eins má ekki gera lít­ið úr þeim breyt­ing­um sem fylgja nýju nafni. Sem dæmi má nefna að Nýherji var við lýði í 25 ár og margt starfs­fólk hafði sterk­ar og já­kvæð­ar til­finn­ing­ar til nafns­ins. Af þeim sök­um þurfti að vanda til verka og vinna verk­efn­ið í góðu sam­ráði við sem flesta hags­muna­að­ila, eða láta verk­efn­ið „mar­in­er­ast“eins og Frið­rik nefndi stund­um og var hár­rétt hjá hon­um; við þurft­um að gefa okk­ur góð­an tíma.“

Við lögð­um til að mynda áherslu á teng­ing­una við upp­lýs­inga­tækni og juk­um veru­lega ásýnd okk­ar í ímynd­ar­sterk­um miðl­um eins og í sjón­varpi í kring­um kynn­ingu á nýja nafn­inu.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Gísli Þor­steins­son, mark­aðs­stjóri Origo, seg­ir að ný nálg­un hafi ver­ið far­in í ýms­um mark­aðs- og sölu­að­gerð­um í kjöl­far­ið á að hul­unni var svipt af nýju nafni fyr­ir­tæk­is­ins. Und­ir­bún­ing­ur­inn hafi tek­ið hátt í átta mán­uði. Fyr­ir sam­ein­ingu höfðu Nýherji, TM Software og App­licon sömu gildi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.