Origo merk­ir upp­haf

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Orð­ið Origo er úr lat­ínu og merk­ir upp­runi, upp­haf eða upp­spretta. „Við mát­uð­um okk­ur við fjölda orða og nafna, einkum ís­lensk. Á end­an­um varð að Origo fyr­ir val­inu, en þess má geta að fyr­ir­tæk­ið Origo var áð­ur til í kring­um TM Software. Vörumerk­ið á að sam­eina ástríðu fyr­ir upp­lýs­inga­tækni og við vilj­um tengja það við ár­ang­ur, hug­vit, þekk­ingu, snjall­ar og ör­ugg­ar lausn­ir, lang­tíma- sam­band, traust og per­sónu­lega þjón­ustu.

Um leið vilj­um við að vörumerk­ið sé mann­legt, áreið­an­legt, kraft­mik­ið, fé­lags­lynt, op­ið, já­kvætt og lif­andi við­horf til úr­lausn­ar­efna fram­tíð­ar­inn­ar. Stað­færsl­an er svo að Origo er þjón­ustu­fyr­ir­tæki í upp­lýs­inga­tækni, sem hjálp­ar fram­sækn­um við­skipta­vin­um að ná sam­keppn­is­for­skoti með sér­sniðn­um UT-lausn­um,“seg­ir hann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.