Jóla­gjöf­in henn­ar fæst hjá Hrafn­hildi

Fréttablaðið - - FÓLK - MYND/STEFÁN

Hjá Hrafn­hildi býð­ur upp á spenn­andi nýbreytni fyr­ir jól­in. Kon­ur geta kom­ið vik­urn­ar fyr­ir jól og bú­ið til sinn eig­in óskalista. Þannig fá all­ir eitt­hvað fal­legt í pakk­ann sinn, að sögn Krist­ín­ar Fenger.

Þeg­ar líða fer á að­vent­una býr oft um sig ör­lít­ið stress í hjört­um eig­in­manna þar sem þeir kepp­ast við að finna hina einu réttu jóla­gjöf fyr­ir betri helm­ing­inn, eitt­hvað sem hitt­ir sann­ar­lega í mark,“seg­ir Krist­ín Fenger bros­andi en hún stend­ur jóla­vakt­ina hjá Hrafn­hildi.

Fátt er betra en að fá nýja, fal­lega flík í pakk­ann en það get­ur ver­ið vand­með­far­ið að finna eitt­hvað sem end­ur­spegl­ar per­sónu­leg­an stíl kon­unn­ar, enda er klæða­burð­ur hvers og eins mjög per­sónu­leg­ur.

„Við hjá Hrafn­hildi leggj­um mik­inn metn­að í að all­ir fái eitt­hvað fal­legt í pakk­ann sinn og bjóð­um upp á þá nýbreytni að kon­ur geta kom­ið til okk­ar og bú­ið til sér­snið­inn óskalista. Við sjá­um um að skrá stærð, vörumerki eða vör­u­núm­er, allt eft­ir ósk­um hvers og eins. Við pökk­um öll­um gjöf­um inn í fal­leg­ar gjafa­öskj­ur og af­hend­um þær til­bún­ar und­ir jóla­tréð,“upp­lýs­ir Krist­ín.

Finn­um hina full­komnu jóla­gjöf

Krist­ín mæl­ir með að eig­in­menn kanni hvort það liggi fyr­ir óskalisti hjá Hrafn­hildi. „Og ef svo er ekki, þá tök­um við glað­ar að okk­ur það verk­efni að finna hina full­komnu jóla­gjöf fyr­ir eig­in­kon­una. Gott er að vinna heima­vinn­una tím­an­lega með því að kíkja í fata­skáp­inn heima fyr­ir til að átta sig á rétt­um stærð­um,“seg­ir Krist­ín.

En hver er jóla­gjöf­in í ár? „Þýsku nátt­föt­in okk­ar hafa al­gjör­lega sleg­ið í gegn, auk þess sem við vor­um að taka inn spenn­andi línu af heimafatn­aði úr viskós. Vand­að­ar káp­ur úr ull, kasmír og alpaka eru eitt­hvað sem eig­in­menn­irn­ir geta ver­ið nokk­uð viss­ir um að muni hitta í mark. Við vor­um einnig að fá í hús fal­leg sjöl í dá­sam­leg­um lit­um sem eru til­val­in í jólapakk­ann. Þau eru ým­ist úr ull, silki, kasmír eða viskós,“seg­ir Krist­ín. „Við vor­um einnig að taka inn nýtt merki, Un­ma­de Copen­hagen, sem er með fal­lega fylgi­hluti á góðu verði. Un­ma­de Copen­hagen er einnig með skemmti­leg­ar snyr­titösk­ur, veski, hanska og trefla á góðu verði. Lit­rík­ir sokk­ar setja síð­an punkt­inn yf­ir i-ið í heild­ar­út­lit­inu,“bæt­ir hún við.

Þá eru peys­ur alltaf vin­sæl­ar til jóla­gjafa, enda vart hægt að hugsa sér nota­legri gjöf. „Við er­um sér­stak­lega ánægð­ar með peysu­úr­val­ið í haust enda vor­um við að bæta við nýj­um merkj­um bæði frá Þýskalandi og Hollandi. Skór hafa líka alltaf ver­ið vin­sæl gjöf fyr­ir jól­in. Flest­ar kon­ur eru veik­ar fyr­ir fal­leg­um leð­ur­skóm en við er­um með fjöl­breytt úr­val af skóm,

Aldrei meira vöru­úr­val

„Eft­ir að versl­un­in Hjá Hrafn­hildi var stækk­uð um 300 fer­metra á síð­asta ári jókst vöru­úr­val­ið til muna og hef­ur aldrei ver­ið meira en nú. Í ár er­um við með sér­stak­lega gott úr­val af smá­vöru sem hent­ar í jólapakk­ann. Það er kjör­ið að kíkja á Face­book-síð­una okk­ar eða á Insta­gram til að fá hug­mynd­ir að gjöf í jólapakk­ann henn­ar. Allra best er þó að kíkja til okk­ar og fá per­sónu­lega ráð­gjöf í að velja hina full­komnu gjöf,“seg­ir Krist­ín að lok­um.

Hjá Hrafn­hildi, Engja­teigi 5, 105 Reykja­vík. Sími: 581 2141. www. face­book.com/hja­hrafn­hildi

Vöru­úr­val­ið hef­ur aldrei ver­ið meira en nú hjá Hrafn­hildi. Boð­ið er upp á vand­að­an fatn­að þar sem gæð­in eru í fyr­ir­rúmi.

Un­ma­de Copen­hagen er nýtt merki sem fæst hjá Hrafn­hildi.

MYND­IR/STEFÁN

Hlýj­ar yf­ir­hafn­ir, glæsi­leg­ar ull­ar­káp­ur, vand­að­ir leð­ur­skór, nátt­föt eða dún­mjúk­ar kasmírpeys­ur. Allt er þetta til­val­ið í jólapakk­ann henn­ar og fæst í versl­un­inni hjá Hrafn­hildi.

Skór eru alltaf vin­sæl gjöf fyr­ir jól­in. Hjá Hrafn­hildi er fjöl­breytt skóúr­val, eða allt frá spari­leg­um hæla­skóm upp í loð­fóðr­aða vetr­ar­skó.

Hlýj­ar og nota­leg­ar peys­ur eru með því allra vin­sæl­asta í jólapakk­ann.

Föt fyr­ir öll tæki­færi, hvort sem er í vinn­una eða spari, fást hjá Hrafn­hildi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.