Glæsi­leg leð­ur­versl­un kom­in heim í Kr­ingl­una

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - MYND/ANT­ON BRINK

Smart Bout­ique hef­ur byggt upp traust­an hóp við­skipta­vina á þeim 14 ár­um sem versl­un­in hef­ur ver­ið starf­rækt.

Hjón­in Tómas Katr­in Skúla­son G. Whalley hafa rek­ið og Smart Bout­ique í um 14 ár. Þau sér­hæfa sig í leð­ur­vör­um og segj­ast nú vera kom­in heim með glæsi­lega versl­un sína sem þau hafa ver­ið að byggja upp jafnt og þétt frá stofn­un; þau hafa flutt stór­skemmti­lega búð sína í Kr­ingl­una. Saga henn­ar er at­hygl­is­verð og ef til vill lýs­andi fyr­ir versl­un­ar­rekst­ur á Íslandi.

„Lengst af vor­um við að Lauga­vegi 46 og und­um hag okk­ar vel. Þar tókst okk­ur að byggja upp traust­an hóp við­skipta­vina. Við færð­um okk­ur yf­ir á Lauga­veg 55 en misst­um hús­næð­ið sem var lagt und­ir hót­el­rekst­ur, nokk­uð sem marg­ir kann­ast við sem hafa ver­ið með rót­grón­ar versl­an­ir í rekstri. Þær hafa mátt víkja vegna spreng­ing­ar í ferða­þjón­ustu,“segja þau Katr­in og Tómas sem eru sam­hent um rekst­ur­inn.

Við tók milli­bils­ástand. Hjón­in færðu rekst­ur sinn yf­ir í hinn hýra Hafn­ar­fjörð og voru þar með Smart Bout­ique í tvö ár. Þar hugs­uðu þau næsta leik og vildu líta til fram­tíð­ar­hús­næð­is fyr­ir búð­ina sem þau höfðu lagt svo mik­ið í. „Þeg­ar við dutt­um nið­ur á þetta frá­bæra rými hér í Kr­ingl­unni þá var það okk­ur auð­vit­að hvatn­ing til að gera enn bet­ur; auka úr­val og bæta vöru­flokka. Því hér ætl­um við að vera til fram­tíð­ar,“seg­ir Katr­in.

Hvergi betra úr­val leð­ur­hanska

Smart Bout­ique sér­hæf­ir sig í leð­ur­hönsk­um og skinn­vör­um svo sem húf­um og krög­um úr ref, mink og kan­ínu en einnig er boð­ið upp á stóra gervi­feld­ar­línu sem inni­held­ur með­al ann­ars húf­ur, kraga,

tösk­ur og vesti.

Smart Bout­ique er með í boði leð­ur­hanska sem eru í yf­ir 120 lit­um og hátt í 400 teg­und­ir fyr­ir döm­ur og herra og er það lík­leg­ast eitt mesta úr­val sem finna má í einni búð í allri Evr­ópu og þó víð­ar væri leit­að.

„Hér má fá vand­aða leð­ur­hanska frá 4.590 krón­um,“seg­ir Tómas, sem er mik­ill veiði­mað­ur og veit um hvað hann tal­ar í þeim efn­um:

„Við höf­um ver­ið að hanna okk­ar eig­in hanskalínu og við not­um með­al ann­ars ís­lenskt fiskroð og há­gæða lambs­leð­ur sem hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda enda ein­stak­ir hansk­ar – al­ger­lega „un­ique“hér í Smart Bout­ique!“Versl­un­ar­eig­and­inn slær á létta strengi og bend­ir jafn­framt á að þau hafi ver­ið að bæta úr­val leð­ur­belta og seðla­veskja í búð­inni, bæði fyr­ir döm­ur og herra og geti boð­ið þau á mjög sann­gjörnu verði eða frá 3.500 krón­um.

Kom­in heim í bestu versl­un­ar­mið­stöð­ina

Ekki fer á milli mála að þau hjón eru stolt af þeim vör­um sem þau höndla með. Katr­in seg­ir það nýj­asta í þeim efn­um vera ferða­tösk­ur.

„Mjúk­ar og harð­ar tösk­ur og verð­ið er ótrú­lega hag­stætt: Fjór­ar tösk­ur mis­stór­ar kosta 51.600 krón­ur. Nú er kynn­ing­arafslátt­ur í boði sem nem­ur um 30 pró­sent­um og kost­ar þá sett­ið 36.900, það er ef all­ar fjór­ar tösk­ur eru tekn­ar sam­an. Þetta er verð sem ekki hef­ur sést áð­ur á Íslandi fyr­ir fjór­ar vand­að­ar ferða­tösk­ur á hjól­um.“

Við­skipta­vina­hóp­ur Smart Bout- ique hef­ur vax­ið hratt og ör­ugg­lega allt frá stofn­un, við­skipta­vin­ir eru á öll­um aldri og hafa marg­ir hald­ið tryggð við búð­ina. Sum­ar kon­ur eiga orð­ið á ann­an tug hanska frá Smart Bout­ique og koma á hverju hausti og fá sér nýj­an lit.

„Fast­ir við­skipta­vin­ir fá klippi­kort þar sem veg­leg­ur af­slátt­ur er veitt­ur af 2. og 5. pari,“seg­ir Katr­in.

Þau hjón­in sem reka Smart Bout­ique eru líf­leg, hress og skemmti­leg og velkj­ast ekki í vafa um að þau séu nú kom­in með búð sína í bestu versl­un­ar­mið­stöð á Íslandi og þó fyrr hefði ver­ið. Rót­gró­in versl­un­in er kom­in heim og þau vilja nota tæki­fær­ið og bjóða gamla og trausta við­skipta­vini sem og nýja hjart­an­lega vel­komna í glæsi­lega versl­un sína sem nú má finna á 1. hæð í Kr­ingl­unni.

Smart Bout­ique sér­hæf­ir sig í leð­ur­hönsk­um og skinn­vör­um svo sem húf­um og krög­um úr ref, mink og kan­ínu en einnig er boð­ið upp á stóra gervi­feld­ar­línu sem inni­held­ur með­al ann­ars húf­ur, kraga, tösk­ur og vesti.

„Þeg­ar við dutt­um nið­ur á þetta frá­bæra rými hér í Kr­ingl­unni þá var það okk­ur auð­vit­að hvatn­ing til að gera enn bet­ur; auka úr­val og bæta vöru­flokka. Því hér ætl­um við að vera til fram­tíð­ar,“seg­ir Katr­in.

Kynn­ing­arafs­átt­ur er af ferða­tösk­um þessa dag­ana.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.