Jóla­sam­loka með kalk­ún

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK -

Stund­um veit mað­ur ekki hvernig á að nota jóla­af­ganga. Hér er mjög jóla­leg og góð sam­loka með kalk­ún en það má al­veg nota svína­ham­borg­ar­hrygg eða kalk­úna­álegg. Sam­lok­an er grill­uð og til að gera hana enn jóla­legri eru sett brie, venju­leg­ur ost­ur og þurrk­uð trönu­ber á milli. Góð­ur milli­biti um há­tíð­ir þeg­ar hungr­ið læt­ur á sér kræla á milli mat­ar­tíma. Uppskrift­in mið­ast við eina sam­loku.

2 sneið­ar rúg­brauð 25 g rif­inn ost­ur 25 g brie-ost­ur

2 sneið­ar kalk­únn, ham­borg­ar­hrygg­ur eða kalk­úna­álegg

2 msk. þurrk­uð trönu­ber

2 msk. smjör

Setj­ið brie-ost á aðra brauð­sneið­ina ásamt þurrk­uð­um trönu­berj­um. Setj­ið kalk­ún þar næst og rif­inn ost yf­ir. Setj­ið hina sneið­ina yf­ir. Smyrj­ið brauð­ið að ut­an­verðu með smjöri. Steik­ið sam­lok­una á báð­um hlið­um á heitri pönnu eða setj­ið í sam­lokugrill.

Rúg­brauð er gott í sam­lok­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.