Hvíld frá steik­um

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK -

Ein­föld og holl tóm­atsúpa er kær­kom­in hvíld milli þungra jóla­mál­tíða. Fyr­ir 6 manns

1 kg tóm­at­ar

250 ml. kjúk­linga­soð

3-4 hvít­lauks­geir­ar í hýð­inu 1 með­al­stór lauk­ur, skor­inn smátt 1 msk. smjör

1 msk. tóm­at­kraft­ur

1 lúka fersk basilíka

3-4 timj­an­stilk­ar

Skvetta bal­samic ed­ik

Salt og svart­ur pip­ar Ólífu­olía

Hit­ið ofn­inn í 200 gráð­ur. Sker­ið tóm­at­ana í tvennt og rað­ið í eld­fast mót með sár­ið upp. Salt­ið og pipr­ið dug­lega. Snú­ið tómöt­um við og bæt­ið út í timj­an­stilk­um, hvít­lauks­geir­um og væt­ið í með ol­í­unni. Bak­ið í 30 mín­út­ur. Á með­an er smjör­ið brætt í hæfi­lega stór­um potti og laukn­um bætt út í. Steik­ið við væg­an hita í 15-20 mín. eða þar til hann er fal­lega gull­in­brúnn. Bæt­ið því næst tóm­at­krafti út í og steik­ið í um mín­útu til við­bót­ar. Skvett­ið þá smá bal­sa­mik ed­iki yf­ir. Þeg­ar tóm­at­arn­ir eru til­bún­ir skal kreista hvít­lauk­inn úr hýð­inu og fjar­lægja timj­an­grein­arn­ar. Hell­ið öllu úr eld­fasta mót­inu í pott­inn. Bæt­ið við kjúk­linga­soð­inu og basilíku og lát­ið sjóða í 20-30 mín. Not­ið töfra­sprota til að mauka súp­una og smakk­ið til með salti og pip­ar. Ef súp­an er of þykk má þynna hana með meira kjúk­linga­soði. Bragð­ast vel með góðu brauði, sal­ati eða ein og sér.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.