Eiga erfitt með að losa sig við versl­un­ar­hús­næði

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK -

Gengi hluta­bréfa í bresk­um fast­eigna­fé­lög­um sem sér­hæfa sig í rekstri versl­un­ar­hús­næð­is gef­ur til kynna að fjár­fest­ar bú­ist við því að eign­ir fé­lag­anna falli um 16 til 19 pró­sent í verði. Þetta er mat grein­enda ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins KPMG.

Í grein­ingu KPMG er til sam­an­burð­ar bent á að verð á versl­un­ar­hús­næði í eigu breskra fé­laga hafi lækk­að um 20 pró­sent í fjár­málakrepp­unni á ár­un­um 2007 til 2009.

Í frétta­skýr­ingu Fin­ancial Ti­mes kem­ur enn frem­ur fram að eig­end­ur bresks versl­un­ar­hús­næð­is eigi í erf­ið­leik­um með að selja það á við­un­andi verði. Mik­ill mun­ur sé á verð­hug­mynd­um kaup­enda og selj­enda. Er í því sam­bandi bent á að virði versl­un­ar­mið­stöðva sem skiptu um eig­end­ur á þriðja fjórð­ungi árs­ins hafi ekki ver­ið lægra í að minnsta kosti 23 ár.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.