UBS fær grænt ljós frá kín­versk­um yf­ir­völd­um

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - NORDICPHOT­OS/GETTY – kij

Sviss­neski bank­inn UBS hef­ur feng­ið leyfi frá kín­versk­um stjórn­völd­um til þess að eign­ast 51 pró­sents hlut í verð­bréfa­fyr­ir­tæk­inu UBS Secu­rities í Pek­ing. Bank­inn verð­ur þar með fyrsti er­lendi bank­inn til þess að eign­ast meira en helm­ings­hlut í kín­versku verð­bréfa­fyr­ir­tæki.

Bank­inn fer nú með 24,99 pró­senta hlut í um­ræddu fyr­ir­tæki en aðr­ir hlut­haf­ar eru kín­versk­ir. Öðl­ast þarf sam­þykki frá kín­verska verð­bréfa­eft­ir­lit­inu til þess að eign­ast meira en helm­ings­hlut í þar­lendu fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Er­lend­ir bank­ar og aðr­ar fjár­mála­stofn­an­ir hafa um langt skeið leit­ast við að styrkja stöðu sína á kín­versk­um fjár­mála­mark­aði en mætt nokk­urri mót­stöðu af hálfu stjórn­valda í Kína. Breyt­ing­ar hafa UBS hyggst efla starf­semi sína í Kína. hins veg­ar orð­ið á því und­an­farna mán­uði, eft­ir því sem fram kem­ur í frétt Fin­ancial Ti­mes. Hafa kín­versk yf­ir­völd heit­ið því að auka að­gang er­lendra banka að kín­versk­um mark­aði gegn því að kín­versk­ir bank­ar fái að fjár­festa í aukn­um mæli á er­lendri grundu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.