Sak­að­ur um að falsa fjár­hagstöl­ur

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - NORDICPHOT­OS/GETTY – kij

Banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur ákært Mike Lynch, fyrr­ver­andi for­stjóra Aut­onomy, í tengsl­um við 11 millj­arða dala sölu á hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu til tölvuris­ans HewlettPac­kard fyr­ir sjö ár­um.

Lynch, sem er ákærð­ur í fjór­tán lið­um fyr­ir svik og sam­særi, gæti átt yf­ir höfði sér allt að tutt­ugu ára fang­els­is­dóm verði hann fund­inn sek­ur. Banda­rísk yf­ir­völd hafa jafn­framt kraf­ist þess að hann greiði um 815 millj­ón­ir dala í sekt en sú fjár­hæð jafn­gild­ir hagn­aði hans af sölu Aut­onomy, fé­lags­ins sem Lynch stofn­aði og rak.

Stephen Cham­berlain, fyrr­ver­andi yf­ir­stjórn­andi hjá Aut­onomy, var jafn­framt ákærð­ur í mál­inu.

Sus­hov­an Hussain, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins, var fyrr á ár­inu sak­felld­ur fyr­ir svip­uð brot og Lynch er sak­að­ur um, Mike Lynch, fyrr­ver­andi for­stjóri Aut­onomy.

að því er seg­ir í frétt Fin­ancial Ti­mes um mál­ið.

Banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­ið sak­ar þá Lynch og Cham­berlain um að hafa fals­að fjár­hagstöl­ur Aut­onomy frá því í byrj­un árs 2009 þar til í októ­ber 2011, þeg­ar til­kynnt var um yf­ir­töku HP á fyr­ir­tæk­inu. Í ákæru ráðu­neyt­is­ins eru til­tek­in 28 til­vik þar sem stjórn­end­urn­ir fyrr­ver­andi eru sagð­ir hafa gef­ið út ósann­ar yf­ir­lýs­ing­ar um fjár­hags­stöðu Aut­onomy.

Lynch seldi HP fé­lag­ið ár­ið 2011 fyr­ir 11 millj­arða dala sem jafn­gild­ir um 1.350 millj­örð­um króna mið­að við nú­ver­andi gengi. Ári eft­ir söl­una sak­aði Meg Whitman, þá­ver­andi for­stjóri HP, hann og aðra stjórn­end­ur Aut­onomy um að hafa fegr­að vís­vit­andi fjár­hagstöl­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Þurfti HP að færa nið­ur eign­ir í bók­um sín­um að virði 8,8 millj­arða dala.

Lög­menn Lynch köll­uðu ákær­una „skrípaleik“og sögðu að skjól­stæð­ing­ur sinn hygð­ist verj­ast ásök­un­un­um af full­um krafti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.