Leið­in að grænni raf­orku­fram­tíð

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - Höf­und­ar eru sér­fræð­ing­ar á við­skipta­grein­ingu Lands­virkj­un­ar

Sú stað­reynd að raf­orka í heim­in­um er að­al­lega unn­in úr kol­um og gasi kann að koma okk­ur Ís­lend­ing­um ei­lít­ið spánskt fyr­ir sjón­ir. Okk­ur hætt­ir til að taka end­ur­nýj­an­legu orku­lind­un­um okk­ar, vatn­inu, jarð­varm­an­um og vind­in­um, sem sjálf­sögð­um hlut. Samt er það þannig að í heim­in­um eru að­eins 25% raf­orku fram­leidd með end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um, bor­ið sam­an við tæp­lega 100% hér á landi.

Þetta er auð­vit­að einn mesti vandi sem mann­kyn­ið stend­ur frammi fyr­ir, því ein áhrifa­rík­asta leið­in til að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um er að minnka notk­un jarð­efna­eldsneyt­is og auka hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í orku­bú­skap heims­ins. Til að ná sett­um lofts­lags­mark­mið­um þarf að gjör­breyta raf­orku­vinnslu í heim­in­um. Sam­kvæmt Al­þjóða­orku­mála­stofn­un­inni þarf hlut­ur end­ur­nýj­an­legr­ar raf­orku að fara úr 25% í 66% á heimsvísu fyr­ir ár­ið 2040 og hlut­ur kola úr 38% í 5%.

Orku­skipti ein­kenna mark­aði

Al­þjóð­leg­ir mark­að­ir með raf­orku ein­kenn­ast af þess­ari stöðu mála. Stuðn­ing­ur við end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í heim­in­um nam ár­ið 2017 hátt í sex­faldri vergri lands­fram­leiðslu Ís­lands, en þó er það enn sem kom­ið er þannig að til langs tíma ræðst verð­þró­un á er­lend­um raf­orku­mörk­uð­um einkum af verði á kol­um og gasi, þar sem verð­ið mið­ast oft­ast við breyti­leg­an kostn­að slíkra orku­vera.

Þessi mikli stuðn­ing­ur við græna orku­vinnslu, ásamt hröð­um tækni­fram­förum, hef­ur gert að verk­um að hún verð­ur sí­fellt hag­kvæm­ari og kostn­að­ur við vinnslu raf­orku með end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um hef­ur fall­ið hratt síð­ustu ár.

Ákall­ið um end­ur­nýj­an­lega orku er einnig í aukn­um mæli að koma frá neyt­end­um. Með nýj­um kyn­slóð­um og nýj­um gild­um hafa lofts­lags- og um­hverf­is­mál orð­ið mik­il­væg­ari en áð­ur. Það leið­ir til þess að neyt­end­ur leggja aukna áherslu á sjálf­bærni og vilja versla við fyr­ir­tæki sem sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð með um­hverf­i­s­vænni fram­leiðslu.

Google og IKEA eru á með­al fjölda fyr­ir­tækja sem hafa sett sér ströng sjálf­bærni­markmið til þess að upp­fylla þess­ar kröf­ur við­skipta­vina sinna, sem með­al ann­ars fela í sér skuld­bind­ing­ar um að nota end­ur­nýj­an­lega raf­orku. Dæmi um fleiri slík fyr­ir­tæki eru þau sem taka þátt í RE100, en um er að ræða sa­meig­in­legt al­þjóð­legt fram­tak áhrifa­ríkra fyr­ir­tækja sem hafa sett sér markmið um að nota ein­ung­is end­ur­nýj­an­lega raf­orku. Þannig vilja þessi fyr­ir­tæki auka spurn eft­ir grænni raf­orku í heim­in­um, og þar með vinnslu henn­ar.

Mis­mun­andi leið­ir fyr­ir­tækja

Fyr­ir­tæki fara ýms­ar leið­ir að því að stuðla að auk­inni end­ur­nýj­an­legri raf­orku­vinnslu.

Ein leið er með gerð tví­hliða samn­inga um end­ur­nýj­an­lega raf­orku, eða „corporate green PPAs“, sem hafa not­ið sí­vax­andi vin­sælda. Þetta eru samn­ing­ar á milli raf­orku­vinnslu­að­ila og fyr­ir­tækja um kaup á end­ur­nýj­an­legri raf­orku frá ákveðnu, og oft­ast nýju, orku­veri. Samn­ing­arn­ir eru gerð­ir til langs tíma og í þeim felst ákveð­ið fjár­hags­legt ör­yggi, bæði fyr­ir kaup­end­ur og selj­end­ur, þar sem kom­ist er hjá sveifl­um í raf­orku­verði á upp­boðs­mörk­uð­um.

Önn­ur leið sem fyr­ir­tæki hafa far­ið til þess að auka hlut end­ur­nýj­an­legr­ar raf­orku er að vinna eig­in raf­orku á lóð sinni, t.d. með því að koma upp sól­ar­sell­um á þök­um bygg­inga, eða að fjár­festa í end­ur­nýj­an­legri raf­orku­vinnslu sem af­hend­ir raf­orku inn á flutn­ings­kerf­ið eða beint til fyr­ir­tæk­is­ins.

Græn skír­teini eru ein leið til við­bót­ar, en með kaup­um á þeim gefst raf­orku­kaup­end­um kost­ur á að styðja við upp­bygg­ingu end­ur­nýj­an­legr­ar raf­orku­vinnslu þar sem hún er hag­kvæm. Skír­tein­in eru sjálf­stæð sölu­vara og óháð af­hend­ingu raf­orkunn­ar. Með þessu fá raf­orku­vinnslu­að­il­ar end­ur­nýj­an­legr­ar orku þannig sér­stak­lega greitt fyr­ir græna hluta vinnsl­unn­ar og kaup­and­inn get­ur val­ið að styðja sér­stak­lega við end­ur­nýj­an­lega orku­vinnslu.

Eins og rak­ið hef­ur ver­ið hér að of­an tek­ur orku­bú­skap­ur heims­ins mikl­um breyt­ing­um um þess­ar mund­ir til að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um. Til að hafa bet­ur í þeirri bar­áttu þarf sam­taka­mátt stjórn­valda, fyr­ir­tækja og neyt­enda um all­an heim.

Samt er það þannig að í heim­in­um eru að­eins 25% raf­orku fram­leidd með end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um, bor­ið sam­an við tæp­lega 100% hér á landi.

Dagný Ósk Ragn­ars­dótt­ir

Svein­björn Finns­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.