Eft­ir höfð­inu dansa lim­irn­ir

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK -

Ífe­brú­ar á þessu ári var ég, sem full­trúi Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu (FKA), skip­uð af vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu í nefnd til að meta um­fang kyn­ferð­is­legr­ar áreitni, kyn­bund­inn­ar áreitni eða of­beld­is auk einelt­is á ís­lensk­um vinnu­mark­aði sem og að­gerð­ir vinnu­veit­enda í tengsl­um við slík mál á vinnu­stöð­um. Verk­efn­um nefnd­ar­inn­ar er að mestu lok­ið, en fram und­an er að fram­kvæma rann­sókn­ir í sam­ræmi við áhersl­ur nefnd­ar­inn­ar. Í ág­úst sl. var ég einnig skip­uð full­trúi FKA í að­gerða­hóp, sem ætl­að er að koma á fót og fylgja eft­ir að­gerð­um á vinnu­mark­aði sem miða að því að koma í veg fyr­ir einelti, kyn­ferð­is- lega áreitni, kyn­bundna áreitni og of­beldi á vinnu­stöð­um. Í er­ind­is­bréfi að­gerða­hóps­ins er sér­stak­lega gert ráð fyr­ir að lit­ið verði í því sam­bandi til að­gerða annarra ríkja hvað þetta varð­ar.

Í fram­haldi af at­burða­rás síð­ustu viku, varð­andi lít­ilsvirð­andi um­mæli þing­manna á hinu háa Alþingi, er ég væg­ast sagt mjög hugsi yf­ir verk­efn­um þess­ara nefnda og hvort raun­hæft sé að leggja þá vinnu og hugs­un í verk­efn­ið sem nauð­syn­legt er til að ná fram breyt­ing­um í sam­fé­lag­inu. Klaust­urs­mál­ið hef­ur sýnt okk­ur fram á það að við sker­um okk­ur ávallt úr í sam­an­burði við aðr­ar þjóð­ir og um okk­ur Ís­lend­inga gilda ein­fald­lega önn­ur lög­mál.

Nokk­ur dæmi um til­efni til af­sagn­ar þing­manna og ráð­herra í ná­granna­ríkj­um okk­ar geta hjálp­að okk­ur að ná sam­hengi hlut­anna. Í sum­ar sagði banda­ríski Re­públi­kan­inn Ja­son Spencer af sér embætti rík­is­þing­manns í Georgíu eft­ir að breski grín­ist­inn Sacha Baron Cohen man­aði Spencer til að gera óvið­eig­andi hluti í grín- þætti sín­um. Með­al þess sem hann fékk Spencer til að gera í þætt­in­um var að öskra orð­ið „nig­ger“ít­rek­að eft­ir að Cohen sagði hon­um að „n-orð­ið“hefði fæl­ing­ar­mátt gegn hryðju­verka­mönn­um. Hann tók einnig mynd­ir upp und­ir búrk­ur kvenna. Önn­ur dæmi um til­efni til af­sagna tveggja ráð­herra í sænsku rík­is­stjórn­inni fyr­ir all­nokkru, voru frétt­ir þess efn­is að þeir hefðu greitt barn­fóstr­um sín­um laun löngu áð­ur en þeir tóku við embætt­um sín­um, án þess að greidd­ir væru af þeim skatt­ar.

Þrátt fyr­ir mikla leit á ver­ald­ar­vefn­um hef ég ekki fund­ið nein merki þess að þess­ir ráð­herr­ar og þing­menn hafi ein­ir og sjálf­ir þurft „að gera upp við sig“hvort þeir vildu sitja sem þing­menn. Þeir eiga ein­fald­lega ekki annarra kosta völ en að segja af sér þeg­ar þeir hafa ver­ið staðn­ir að verki við skattsvik, kyn­þátta­for­dóma eða aðra hegð­un sem telst óvið­eig­andi fyr­ir ein­stak­linga í þeirri stöðu sem þeir gegna.

Það er lít­ill til­gang­ur í öll­um bylt­ing­um og að­gerð­um til að breyta menn­ingu og sam­fé­lagi ef þær breyt­ing­ar eiga að­eins að ná til „almúg­ans“í land­inu en ekki þeirra sem fara með æðsta vald­ið; lög­gjaf­ar­vald­ið á Íslandi. Það er vel þekkt að fyr­ir­mynd­ir eru mik­il­væg­ar við mót­un menn­ing­ar. Ef þing­menn mega sýna for­dóma á óyggj­andi hátt gagn­vart kon­um, fötl­uð­um, sam­kyn­hneigð­um og öðr­um minni­hluta­hóp­um, er þá til ein­hvers að búa til nefnd­ir og ráð sem ætl­að er að gera breyt­ing­ar á menn­ingu í þess­um mála­flokki? Ef vilji er til þess að ná fram raun­veru­leg­um breyt­ing­um til jafn­rétt­is á Íslandi, þar sem ein­stak­ling­ar af hvaða kyni sem er og hvaða kyn­hneigð sem er eiga að upp­lifa sig ör­ugga, skul­um við byrja hjá þeim sem fara með völd­in. Þeir sem sinna þing­störf­um þurfa að lág­marki að bera virð­ingu fyr­ir þeim hóp­um sem þeir þjóna, auk þess sem sam­starfs­menn og kon­ur eiga að geta treyst því að þeim sé sýnd til­hlýði­leg virð­ing.

Ef áfengi er not­að sem af­sök­un fyr­ir óvið­eig­andi hegð­un, er þá ekki grund­vall­ar­at­riði að þeir sem hlut eiga að máli lýsi því yf­ir að þeir muni gera það sem í þeirra valdi stend­ur til að hætta áfeng­is­drykkju til að eiga ekki á hættu nýtt hneykslis­mál á næsta bjór­kvöldi? Til þess eig­um við úr­ræði, þó fjár­svelt sé, sem stend­ur öll­um lands­mönn­um til boða að nýta sér.

Ef við vilj­um jafn­rétti þurf­um við að losa Alþingi við þau við­horf sem birt­ust okk­ur svo glögg­lega í Klaust­urs­mál­inu. Í fyr­ir­tækja­menn­ingu er þekkt að­ferð sem kall­ast „To­ne at the top“. Þá ganga stjórn og stjórn­end­ur á und­an með góðu for­dæmi, sem hvet­ur hinn al­menna starfs­mann til þess að gera slíkt hið sama. Meg­in­þorri þeirra sem sitja á Alþingi hafa sýnt okk­ur að þeir sam­þykkja ekki þá hegð­un sem þess­ir sex ein­stak­ling­ar hafa ver­ið for­dæmd­ir fyr­ir en úr­ræð­in eru tak­mörk­uð til að­gerða. Nú er tæki­færi fyr­ir þá sex ein­stak­linga sem hlut áttu að máli, að sýna al­menn­ingi það for­dæmi að þeir sem fara með æðsta vald þjóð­ar­inn­ar beri virð­ingu fyr­ir fólk­inu í land­inu með því að segja sig frá þing­störf­um án skil­yrða.

fram­kvæmda­stjóri Nátt­uru­ham­fara­trygg­ing­ar Ís­lands og stjórn­ar­kona í FKA

Hulda Ragn­heið­ur Árna­dótt­ir

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.