Minn­ing Pálma heiðr­uð

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK -

Sig­urð­ur Pálmi Sig­ur­björns­son held­ur minn­ingu afa síns Pálma Jóns­son­ar, stofn­anda Hag­kaups, á lofti. Það ger­ir hann með því að nefna fjár­fest­inga­fé­lag sitt eft­ir ís­gerð­inni Ís­borg sem afi hans stofn­aði áð­ur en hann gerði Hag­kaup að stór­veldi. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið bless­aði ný­ver­ið kaup Ís­borg­ar á þrem­ur versl­un­um af Hög­um auk dag­vöru­sölu Olís í Stykk­is­hólmi. Hann held­ur sig því á svip­uð­um slóð­um og afi sinn forð­um í versl­un­ar­rekstri. Sig­urð­ur Pálmi er, eins og þekkt er, son­ur Ingi­bjarg­ar Stef­an­íu Pálma­dótt­ur. Hann stofn­aði net­mat­vöru­versl­un­ina Box­ið ár­ið 2016 og opn­aði Sports Direct-versl­un hér­lend­is ár­ið 2012. Hlut­ur fjöl­skyldu Sig­urð­ar Pálma í íþrótta­vöru­versl­un­inni var seld­ur til al­þjóð­legu keðj­unn­ar í ár.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.