Hluta­bréfa­mark­að­ur sem drif­kraft­ur at­vinnu­lífs

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - For­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar

Þar sem best hef­ur tek­ist til er­lend­is hef­ur hluta­bréfa­mark­að­ur stutt mynd­ar­lega við vöxt efna­hags­lífs­ins. Lít­il fyr­ir­tæki hafa stækk­að og áhuga­verð og vel laun­uð störf orð­ið til fyr­ir til­stuðl­an fjár­mögn­un­ar á mark­aði. Eft­ir því sem hluta­bréfa­mark­að­ur­inn bragg­ast eygj­um við að hann geti orð­ið jafn mik­il­væg­ur drif­kraft­ur í at­vinnu­líf­inu hér eins og í þeim lönd­um sem við vilj­um bera okk­ur sam­an við. Þró­un­in und­an­far­ið lof­ar góðu en fyr­ir­tæki hafa afl­að meira en 30 millj­arða króna til vaxt­ar á hluta­bréfa­mark­aði síð­ast­lið­ið ár.

Ný­leg út­tekt hins virta vísi­tölu­fyr­ir­tæk­is FTSE Rus­sell á ís­lenska mark­aðn­um sýn­ir að við er­um í seil­ing­ar­fjar­lægð frá þessu mark­miði og gæt­um, ef mark­aðs­að­il­ar og stjórn­völd taka hönd­um sam­an, náð í flokk þeirra landa sem upp­fylla ströngustu gæða­kröf­ur FTSE Russ- ell og annarra svip­aðra fyr­ir­tækja. Ís­lensk­ur hluta­bréfa­mark­að­ur stenst 15 af 21 skil­yrði FTSE Rus­sell að fullu, fimm að hluta, en ein­ung­is eitt ekki (skil­yrði um skipu­leg­an af­leiðu­mark­að).

Að kom­ast í flokk fremstu hluta­bréfa­mark­aða heims væri ómet­an­legt fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf, einkum vegna greið­ari að­gangs fyr­ir­tækja, lít­illa og stórra, að fjár­magni til vaxt­ar. Til þess að þetta tak­ist þarf fyrst og fremst að fjölga skráð­um fyr­ir­tækj­um og stækka mark­að­inn. Til að kom­ast í efstu flokk­un hjá al­þjóð­leg­um fyr­ir­tækj­um á borð við FTSE Rus­sell þyrft­um við lík­ast til að tvö­falda til þre­falda stærð mark­að­ar­ins á mæli­kvarða mark­aðsvirð­is.

Skrán­ing Lands­bank­ans og Ís­lands­banka hefði mik­ið að segja í þessu til­liti. Mið­að við hóf­leg­ar for­send­ur um vöxt mark­að­ar­ins að öðru leyti á kom­andi ár­um gæti skrán­ing bank­anna þýtt að settu marki yrði náð inn­an 5-10 ára. Hún er því ekki að­eins mik­il­væg fyr­ir bank­ana og rík­is­sjóð held­ur alla um­gjörð fjár­mögn­un­ar ís­lenskra fyr­ir­tækja.

Til að kom­ast í efstu flokk­un hjá al­þjóð­leg­um fyr­ir­tækj­um á borð við FTSE Rus­sell þyrft­um við lík­ast til að tvö­falda til þre­falda stærð mark­að­ar­ins.

Páll Harð­ar­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.