Nið­ur­greidd­ur Ali­baba

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - Alþingi Þetta Nú er Þetta er

af­greiddi í vik­unni neyð­ar­lán til Ís­land­s­pósts upp á 1,5 millj­arða króna. Ástæða fyr­ir rekstr­ar­vand­ræð­um pósts­ins er ein­föld, en sam­kvæmt al­þjóða­samn­ingi ber fé­lag­inu að nið­ur­greiða póst­send­ing­ar frá þró­un­ar­lönd­um um 70 til 80 pró­sent. Því mið­ur fyr­ir for­svars­menn pósts­ins, þá telst Kína með­al þró­un­ar­landa sam­kvæmt samn­ingn­um og upp­gang­ur þar­lendra net­versl­ana hef­ur því leitt til stór­kost­legr­ar út­gjalda­aukn­ing­ar. Ali­baba er með öðr­um orð­um að sliga Ís­land­s­póst.

er þó ekki eina ástæða rekstr­ar­vanda Ís­land­s­pósts. Fjár­fest­ing­ar fé­lags­ins hafa einnig vak­ið at­hygli en með­al­fjár­fest­ing á ári und­an­far­in tíu ár nem­ur um 700 millj­ón­um. Frá 2006 hef­ur Ís­land­s­póst­ur var­ið um 5,8 millj­örð­um í fjár­fest­ing­ar í fast­eign­um, lóð­um, áhöld­um, tækj­um og bif­reið­um. Á móti hafa eign­ir fyr­ir rúm­ar 600 millj­ón­ir ver­ið seld­ar. Nettófjár­fest­ing á tíma­bil­inu er því rúm­ir fimm millj­arð­ar á verð­lagi hvers árs fyr­ir sig.

það ekk­ert nýtt að rekst­ur póst­þjón­ustu sé óarð­bær á tím­um versl­un­ar á net­inu. Þannig hef­ur Trump gagn­rýnt Amazon harð­lega fyr­ir að láta þar­lenda póst­þjón­ustu nið­ur­greiða pakka­send­ing­ar sín­ar. Á Íslandi, ör­ríki þar sem versl­un og þjón­usta á und­ir högg að sækja, magn­ast þessi vandi upp enn frek­ar. Þetta fyr­ir­komu­lag veld­ur því að inn­lend versl­un þarf að keppa við nið­ur­greidda þjón­ustu er­lendra keppi­nauta. Sama gild­ir um einka­að­ila sem kynnu að vilja veita Ís­land­s­pósti samkeppni um böggla­send­ing­ar. Auð­vit­að keppa þeir ekki við nið­ur­greidd­ar send­ing­ar hjá Ís­land­s­pósti.

ekki eina dæm­ið um að rík­ið sé í óþarfa sam­keppn­is­rekstri. Fjöl­miðl­ar þurfa að búa við óbæri­lega samkeppni frá RÚV, og fjar­skipta­fyr­ir­tæki við að Gagna­veit­an leggi lín­ur og kapla við hlið inn­viða einka­fyr­ir­tækj­anna. Hvað póst­þjón­ustu varð­ar er geng­ið skref­inu lengra, og rík­is­að­stoð­in nær út fyr­ir land­stein­ana. Nógu erf­ið er sam­keppn­is­staða Ís­lands þó svo ekki bæt­ist við nið­ur­greiðsla rík­is­ins í þágu er­lendra keppi­nauta. Von­andi er þetta eina lán­ið sem þarf að veita Ís­land­s­pósti, og í milli­tíð­inni beiti rík­ið sér fyr­ir því að upp­ræta þetta fá­rán­lega ástand á póst­þjón­ustu­mark­aði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.