Hvað? Hvenær? Hvar? Mið­viku­dag­ur

Fréttablaðið - - VEÐUR, MYNDASÖGUR & ÞRAUTIR - [email protected]­bla­did.is Inn­setn­ing­ar­at­höfn – Eg­ill Skúla­son

5. DES­EM­BER 2018 Tónlist

Hvað? Jóla­tón­leik­ar Kammerkórs Seltjarn­ar­nes­kirkju

Hvenær? 20.00

Hvar? Seltjarn­ar­nes­kirkja Kammerkór Seltjarn­ar­nes­kirkju held­ur sína ár­legu jóla­tón­leika í kvöld, mið­viku­dag­inn 5. des., kl. 20.00 í Seltjarn­ar­nes­kirkju. Á efn­is­skránni er bæði kór­söng­ur og ýms­ir kór­fé­lag­ar munu einnig syngja ein­söng. Flutt verða jóla­lög og önn­ur tónlist frá ýms­um tím­um. Að venju er frítt inn á tón­leik­ana og all­ir eru inni­lega vel­komn­ir.

Hvað? Rósa & Nonni the 80s versi­on vol. 2

Hvenær? 21.00

Hvar? Miami, Hverf­is­götu

Rósa og Nonni vefja sam­an djassi og 80s lög­um af sinni ein­stöku snilld. Laga­val­ið er sér­stak­lega hress­andi og und­ir­leik­ur Nonna við seið­andi djass­rödd Rósu er heill­andi. Hvað? Come Closer – Borg­ar Magna­son Hvenær? 21.00

Hvar? Mengi, Óð­ins­götu

Í apríl 2019 kem­ur út fyrsta breið­skífa af þrem­ur með tónlist Borg­ars á veg­um plötu­fyr­ir­tæk­is­ins Pus­sy­foot Records. Hann legg­ur þessa dag­ana loka­hönd á plöt­una í sam­vinnu við tón­list­ar­menn­ina Al­bert Finn­boga­son og Howie B og er efni kvölds­ins tek­ið af henni.

Hvað? Dúkku­lís­ur – Enn og aft­ur jól Hvenær? 21.00

Hvar? Bæj­ar­bíó, Hafnar­firði

Hin­ar einu sönnu Dúkku­lís­ur ætla að end­ur­taka leik­inn og halda jóla­tón­leika í ár! Dúkku­lís­urn­ar láta sér það ekki nægja held­ur kynna þær einnig glæ­nýja jóla­plötu – Jól sko! – til sög­unn­ar. Og eins og all­ir vita er ekki hægt að halda jól án Pálma Gunn­ars­son­ar sem verð­ur heið­urs­gest­ur tón­leik­anna. Gömlu góðu jóla­lög­in verða líka rifj­uð upp og að sjálf­sögðu nóg af rokki – Pa­mela í Dallas rokk og ról!

Hvað? Jól­in okk­ar

Hvenær? 20.00

Hvar? Gamla bíó, Ing­ólfs­stræti Jóla­tón­leik­ar Hinseg­in kórs­ins verða í Gamla bíói þetta ár­ið. Við ætl­um að fara að­eins aðr­ar leið­ir en við er­um vön og verð­um óraf­mögn­uð í þetta skipt­ið. Efn­is­skrá­in er að venju fjöl­breytt og skemmti­leg. Við mun­um með­al ann­ars frum­flytja lag eft­ir kór­stjór­ann okk­ar, syngja lag sem var sung­ið í kon­ung­legu brúð­kaupi, rifja upp lög sem við höf­um flutt áð­ur, syngja lög sem við höf­um ekki flutt áð­ur og krydda þetta allt með dassi af jóla­lög­um. Kór­stjóri er Helga Mar­grét Marzellíus­ar­dótt­ir og pí­anó­leik­ari er Vign­ir Þór Stef­áns­son.

Við­burð­ir

Hvað? Menn­ing á mið­viku­dög­um með Terry Gunn­ell

Hvenær? 12.15

Hvar? Bóka­safn Kópa­vogs

Upp­runi og þró­un ís­lenskra jóla allt frá heiðni til Coca Cola er um­fjöll­un­ar­efni Terry Gunn­ell, pró­fess­ors í þjóð­fræði við Há­skóla Ís­lands, í Menn­ingu á mið­viku­dög­um sem verð­ur á að­alsafni Bóka­safns Kópa­vogs í dag, 5. des­em­ber, kl. 12.15. Hann fjall­ar um bak­grunn og þró­un jóla­siða á Íslandi frá upp­hafi og seg­ir frá Grýlu, jóla­svein­un­um, jóla­kett­in­um og jóla­mat í al­þjóð­legu sam­hengi.

Hvað? Jóla­fönd­ur og Jóla­sögu­stund fyr­ir yngstu börn­in

Hvenær? 16.30

Hvar? Bóka­safn Seltjarn­ar­ness Ás­dís Kalm­an stýr­ir jóla­föndri og Gerð­ur Krist­ný kem­ur og les upp úr bók sinni Jóla­dýr­in.

Hvað? Óhóf 2018

Hvenær? 17.00

Hvar? Loft, Banka­stræti Hug­vekj­andi upp-spretta í nafni mat­ar­sóun­ar. Drykk­ir og veit­ing­ar unn­in úr lít­ið nýtt­um mat­væl­um. For­ljót­ir drykk­ir, vod­ka úr göml­um ávöxt­um, bjór úr gömlu brauði og fleira spenn­andi. Ama­ba­dama tek­ur lag­ið og Sigga Dögg kyn­fræð­ing­ur verð­ur með mat­ar­sóun­ar­hug­vekju.

Hvað? Borð­tenn­is­mót Húrra Hvenær? 20.00

Hvar? Húrra, Tryggvagöt­u

Húrra blæs til borð­tenn­is­móts! Keppt verð­ur í ein­liða­leikj­um, með út­slátt­ar­keppni. Skrán­ing þátt­tak­enda á staðn­um kl. 20.00. Dóm­ari og hýsill verð­ur Beglí, eða Begga Teds eins og hún hef­ur ver­ið köll­uð í borð­tenn­is­brans­an­um.

Hvað? Fjármál við starfs­lok – Jólakaffi Hvenær? 17.00

Hvar? Ís­lands­banki, Haga­smára Ís­lands­banki býð­ur á sér­stak­an jóla­fund um fjármál við starfs­lok. Björn Berg Gunn­ars­son, fræðslu­stjóri Ís­lands­banka, ræð­ir mál­in við gesti og fer yf­ir það helsta sem hafa ber í huga við und­ir­bún­ing starfs­loka.

Hvað? Upp­istand og spá­dóms­kvöld með Siggu Kl­ing

Hvenær? 20.45

Hvar? Krydd veit­inga­hús, Hafnar­firði Sú­per­stjarn­an og sjarmatröl­l­ið Sigga Kl­ing verð­ur aft­ur með upp­istand og spá­dóms­kvöld hjá okk­ur á Kryddi veit­inga­húsi í kvöld, 05.12.

Hvað? Þrí­sæt­ur upp­lest­ur; Bergrún, Lilja & Sigga

Hvenær? 20.00

Hvar? Gunn­ars­hús, Dyngju­vegi

Þrír höf­und­ar leiða sam­an bæk­ur sín­ar. Bergrún Ír­is Sæv­ars­dótt­ir mun kynna Lang­elst­ur í bekkn­um, Leyni­fé­lag­ið og Næt­ur­dýr­in. Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir mun kynna Minn syk­ur­sæti lífs­stíll. Sigga Dögg kyn­fræð­ing­ur kynn­ir sína fyrstu skáld­sögu, kynVeru.

Hvað?

Hvenær? 16.00

Hvar? Askja, Há­skóla Ís­lands

Eg­ill Skúla­son hef­ur hlot­ið fram­gang í stöðu pró­fess­ors í efna­verk­fræði við iðn­að­ar­verk­fræði-, véla­verk­fræði- og tölv­un­ar­fræði­deild Há­skóla Ís­lands. Í til­efni þess verð­ur hald­in há­tíð­leg at­höfn þar sem hann held­ur tölu og fer yf­ir far­inn veg.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Ama­ba­dama tek­ur nokk­ur lög á Lofti hosteli í kvöld.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR

Gerð­ur Krist­ný les fyr­ir börn­in í Bóka­safni Seltjarn­ar­ness.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.