Heim­ild­ar­mynd og nýtt lag

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - MYND/AÐSEND

Unn­ið er að heim­ild­ar­mynd um nýj­ustu söng­stjörnu Þing­ey­inga, Guðnýju Maríu Arn­þórs­dótt­ur sem ber vinnu­heit­ið Guðný hún Ma­ría. Guðný skaust upp á stjörnu­him­in­inn með páska­lagi og því kem­ur lít­ið á óvart að hún sé með tvö jóla­lög í poka­horn­inu. Nýj­asta lag­ið heit­ir Fýlu­púk­inn.

Text­arn­ir voru erf­ið­ir í byrj­un en lög­in hafa alltaf ver­ið ágæt. Text­arn­ir eru að koma líka,“seg­ir Guðný Ma­ría Arn­þórs­dótt­ir söng­kona en nýj­asta lag henn­ar, Fýlu­púk­inn, kom út fyr­ir nokkr­um dög­um og er þeg­ar kom­ið yf­ir þús­und spil­an­ir á YouTu­be. Vin­sæl­asta lag­ið henn­ar, Okk­ar okk­ar páska, hef­ur ver­ið spil­að 80 þús­und sinn­um. Guðný, sem er 63 ára, seg­ir að lag­ið Fýlu­púk­inn sé ekki sam­ið um þá Klaust­urs­þing­menn sem sátu að sumbli. „Þó mað­ur gæti hald­ið það eft­ir frétt­um að dæma,“seg­ir hún og hlær.

Guðný sló fyrst í gegn með Páska­lag­inu sínu og er einnig ný­bú­in að gefa út sitt ann­að jóla­lag, Það eru jól, sem rúm­lega þrjú þús­und manns hafa horft á og not­ið. Hún á ann­að jóla­lag á lag­er. „Þetta byrj­aði allt með jólalagake­ppni Rás­ar 2. Þannig byrj­aði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“

Síð­an hef­ur mik­ill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn af­kasta­mesti lista­mað­ur YouTu­be. Fyr­ir ut­an að semja lög­in og text­ana spil­ar hún á pí­anó og tromm­ur og jafn­vel radd­ar ef þarf. „Of­an á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trú­lega eins­dæmi af ömmu.“Vel­gengn­in hef­ur ekki far­ið fram hjá nein­um og er ver­ið að vinna að heim­ild­ar­mynd­inni Guðný hún Ma­ría, sem Frosti Jón „Gr­ingó“Run­ólfs­son er að taka. „Hann er byrj­að­ur að skjóta mynd­ina. Mér hef­ur geng­ið mjög vel á mjög skömm­um tíma og við för­um um víð­an völl. Trú­lega för­um við norð­ur líka, heim í Þing­eyj­ar­sveit. Þetta er allt sam­an mjög skemmti­legt eins og lag­ið – þó það heiti fýlu­púk­inn.“

ÞETTA BYRJ­AÐI ALLT MEÐ JÓLALAGAKE­PPNI RÁS­AR 2. ÞANNIG BYRJ­AÐI ÆVINTÝRIÐ OG ÉG VONA AÐ ÉG SÉ AÐ VERÐA BETRI OG BETRI.

„Ég er alltaf að læra meira og meira og er ör­ugg­ari á svið­inu,“seg­ir Guðný Ma­ría sem er með mið­stig í pí­anó­leik frá Tón­skóla Hörp­unn­ar en seg­ist ann­ars vera al­in upp í stöð­ugu tón­list­ar­námi í Þing­eyj­ar­sveit.

Guðný er gríð­ar­lega eft­ir­sótt­ur skemmtikra­ft­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.