Heið­ur him­inn fram und­an

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Davíðs Þor­láks­son­ar

Þau eru ekki mörg leng­ur sem neita að lofts­lag sé að hlýna af manna­völd­um og að öll ríki heims verði að taka hönd­um sam­an til að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda. Á sama tíma og við öll þurf­um að gera okk­ur grein fyr­ir al­var­leika stöð­unn­ar er margt já­kvætt að ger­ast sem vert er að vekja at­hygli á. Auk þess sem rík­is­stjórn­in hef­ur sam­þykkt að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um til 2030, og sett fjár­magn í hana, hef­ur at­vinnu­líf­ið ekki lát­ið sitt eft­ir liggja.

Lít­um til þriggja stærstu at­vinnu­grein­anna. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur dreg­ið úr út­blæstri fiski­skipa á gróð­ur­húsaloft­teg­und­um um 30% frá 1990. Stór­iðj­an er sí­fellt að þróa nýja tækni til að draga úr los­un. Þannig hef­ur los­un á hvert fram­leitt tonn hjá ál­ver­inu í Straums­vík t.d. minnk­að um 76% frá 1990. Í ferða­þjón­ustu hef­ur Icelanda­ir haf­ið inn­leið­ingu á Boeing 737 vél­um sem brenna 37% minna eldsneyti en Boeing 757 vél­arn­ar sem Icelanda­ir hef­ur að meg­in­stefnu not­að hing­að til. WOW air not­ast ein­göngu við ný­leg­ar og spar­neytn­ar vél­ar. En mik­il­væg­asta fram­lag ís­lensks at­vinnu­lífs til lofts­lags­mála er lík­lega vinna Arctic Green Energy við inn­leið­ingu á hita­veitu til hús­hit­un­ar í Kína. Allt að 50% loft­meng­un­ar í heim­in­um má rekja til brennslu kola og olíu til hit­un­ar eða kæl­ing­ar á hús­um.

Fleira má nefna. Bíla­fram­leið­end­ur eru að þróa bíla sem eru spar­neytn­ari og nota nýja orku­gjafa. Í sam­starfi við bænd­ur og aðra land­eig­end­ur mætti end­ur­heimta vot­lendi og fjór­falda skóg­rækt. Hnatt­ræn­ar áskor­an­ir eins og þess­ar verða bara leyst­ar með áfram­hald­andi góðu sam­starfi at­vinnu­lífs og hins op­in­bera.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.