Al­þjóð­leg­ur dag­ur sjálf­boða­liða

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Silja Bára Ómars­dótt­ir stjórn­ar­mað­ur í Rauða kross­in­um

Ídag, 5. des­em­ber, er hald­ið upp á al­þjóð­leg­an dag sjálf­boða­liða. Þú viss­ir þetta kannski ekki, því störf sjálf­boða­liða kom­ast ekk­ert sér­stak­lega oft í frétt­irn­ar. Engu að síð­ur eru þetta störf sem gjör­breyta sam­fé­lag­inu að svo mörgu leyti. Sjálf­boða­lið­ar starfa í þágu ým­issa fé­laga og sam­taka, að góð­gerð­ar­mál­um, íþrótt­um, tóm­stund­um og mann­úð­ar­starfi. Það er á þessu síð­asta sviði sem nærri 4.000 manns starfa á veg­um rúm­lega 40 deilda Rauða kross Ís­lands víðs veg­ar um land­ið en hug­mynd­in um sjálf­boð­ið starf er ein af sjö grund­vall­ar­hug­sjón­um Rauða kross­ins á al­þjóða­vísu.

Sjálf­boða­lið­ar eru á öll­um aldri, fólk í námi, starfi og á eft­ir­launa­aldri. Fólk hef­ur ólík­ar ástæð­ur til að vinna störf í sjálf­boða­vinnu, en ís­lensk­ar rann­sókn­ir sýna að það er fyrst og fremst að vilja leggja eitt­hvað af mörk­um til sam­fé­lags­ins, vinna að verð­ugu mál­efni og hjálpa þeim sem minna mega sín.

Á með­al verk­efn­anna eru nokk­ur sem eru vel þekkt, eins og Frú Ragn­heið­ur og Konu­kot. Önn­ur eru ekki jafn þekkt en engu minna mik­il­væg. Sjálf­boða­lið­ar vinna með um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd, kenna nýj­um íbú­um lands­ins ís­lensku og hjálpa þeim að skilja sam­fé­lag­ið. Í kvenna­deild­um er prjón­að á unga­börn og marg­ir flokka og selja föt sem ann­ars færu í rusl­ið. Fólk og hund­ar á veg­um Rauða kross­ins heim­sækja eldri borg­ara og sporna gegn fé­lags­legri ein­angr­un. Börn fá að­stoð við heima­nám. Fólk sem hef­ur ný­lok­ið afplán­un refsi­vist­ar fær að­stoð við að byggja upp sjálfs­traust, færni og fer­il­skrár.

Verk­efn­in taka mið af þörf­um hvers sam­fé­lags en þess ut­an hef­ur Rauði kross­inn lög­bund­ið hlut­verk í neyð­ar­vörn­um og út­veg­ar sjálf­boða­liða til að veita fjölda­hjálp og fé­lags­lega að­stoð í kjöl­far neyð­ar­ástands. Án allra þeirra sem leggja sitt af mörk­um til sam­fé­lags­ins í gegn­um verk­efni RKÍ væri ís­lenskt sam­fé­lag veik­ara og fá­tæk­ara. Líttu í kring­um þig í dag og þakk­aðu þeim sem þetta gera.

Án allra þeirra sem leggja sitt af mörk­um til sam­fé­lags­ins í gegn­um verk­efni RKÍ væri ís­lenskt sam­fé­lag veik­ara og fá­tæk­ara.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.